Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 16:30 Umferð á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2020 (til 27. apríl) borið saman við sama tímabil í fyrra. Samkomubann var fyrst sett á í viku 11 og byrjaði umferð þá að dragast verulega saman. Tímasetning páska bjagar samanburð á milli ára á hluta tímabilsins. Vegagerðin Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur. Verulega hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í faraldrinum. Samkomubann er í gildi og fjöldi fyrirtækja er lokaður eða með takmarkaða starfsemi og fjölmargir vinna heima hjá sér um þessar mundir. Svipuð umferð var á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og vikunni þar á undan, um 20% samdráttur frá árinu áður að meðaltali. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar er sá varnagli þó sleginn að tímasetning páska geri samanburð á milli ára erfiðan. Tölur fyrir þessa viku og þá næstu gefi raunsannari mynd af þróun umferðarinnar. Sem fyrr var samdrátturinn í umferð mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem hann nam 24,5%. Bílum sem fóru um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku fækkaði um 17,7%. Langminnst fækkun var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi, aðeins 8,6%. Vegagerðin telur sig engu að síður sjá merki um að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar. Styttri umferðartími Tölfræði sem tæknifyrirtækið TomTom tekur saman úr leiðsögubúnaði bifreiða bendir til þess að ferðatími í Reykjavík hafi styst verulega eftir að faraldurinn hóf innreið sín og samkomubann var sett á í mars. Vísitala fyrirtækisins um ferðatíma mælir hversu lengri tíma bílferðir taka en ef ekið væri um auða vegi. Í Reykjavík tók meðalbílferðin þannig 40-50% lengri tíma en á auðum vegum í mars og apríl í fyrra. Eftir að samkomubann tók gildi um miðjan mars var vísitalan á bilinu 20-30%. Tölurnar fyrir Reykjavík benda til þess að umferðarþungi í Reykjavík hafi verið tæplega tvöfalt meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í Wuhan í Kína, þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp í desember, er umferð hægt og bítandi að aukast eftir að stjórnvöld léttu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í þessum mánuði. Í Sjanghæ, þar sem takmarkanir voru einnig í gildi, hefur umferðin þó strax náð sömu hæðum aftur samkvæmt tölum fyrirtækisins. Í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, miðpunkti faraldursins í Evrópu í upphafi, er umferð enn langt undir síðasta ári. Þar er enn strangt útgöngubann í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Samgöngur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira