Katrín segir kyn sitt ekki hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:50 Konurnar Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir kynntu innleiðingu samkomubanns á blaðamannafundi 13. mars ásamt karlinum Þórólfi Guðnasyni. Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30
„Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10