Vonar að kjarasamningar náist fyrir þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“ Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Í síðustu aðgerðalotu hjá Eflingu þurfti að loka leikskólum og skólum vegna aðgerðanna, áður en þeim varð síðan frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist binda miklar vonir við að samningar náist fyrir þriðjudag. „Við bindum auðvitað mjög miklar vonir við það. Þetta er auðvitað bara mjög einfalt mál: Við förum fram á þessa einföldu réttlætisaðgerð, þessa leiðréttingu. Við förum fram á að við náum að skrifa undir fyrir þetta fólk eins samning og við gengum frá bæði við Reykjavíkurborg og ríkið og ef viljinn er fyrir hendi hjá viðsemjendum okkar þá er málið í rauninni bara tilbúið, það eina sem þarf er að skrifa undir.“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að þetta starfsfólk fái kjarasamninga. Það sé ólíðandi að það fái ekki eðlilega kjarasamninga vegna ógæfunnar sem hefur gengið yfir landið. „Þetta fólk sem hér um ræðir er svokallað ómissandi starfsfólk. Þetta er fólkið sem sinnir algjörum grundvallar störfum í þessu samfélagi: skólaliðar, heimaþjónusta. Það gengur ekki að sökum þess að hér hafi þessi ógæfa dunið yfir að þau fái ekki eðlilegan kjarasamning. Það er ólíðandi óréttlæti.“ Þá séu þessir einstaklingar einnig gríðarlega mikilvægir í þeirri vinnu að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl. „Svo má auðvitað nota tækifærið og benda á það að í ástandi eins og þessu þá skiptir auðvitað mjög miklu máli að láglaunafólk hafi eitthvað á milli handanna svo að það geti sannarlega tekið hér þátt í því að koma hagkerfinu aftur í gang með neyslu sem á sér þá stað hér innanlands.“
Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Ölfus Hveragerði Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38 Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33 Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefst 5. maí Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Ölfusi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. maí næstkomandi. 27. apríl 2020 17:38
Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt. 24. apríl 2020 13:33
Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. 23. apríl 2020 17:00