Linda Pé orðin fimmtug: „Langar ekkert að virka eldri en ég er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 10:29 Linda Pé lítur einstaklega vel út í dag. Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Athafnakonan og alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur verið hálfgerð þjóðareign í þrjátíu ár. Hún er nýbúin að halda upp á fimmtugsafmæli sitt, lítur þó út eins og táningur eins og Vala Matt komst að orði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Linda segist vera með svarið við því hvernig við getum tekið af okkur aukakílóin sem hafa safnast vegna inniverunnar undanfarna mánuði. Vala Matt hitti Lindu á fallegu heimili hennar á Álftanesi á dögunum. „Við mæðgur komum hingað fyrir um þremur mánuðum síðar og hann ætlaði svona að heimsækja okkur og fara á milli,“ segir Linda en kærasti hennar er búsettur í Kanada og hafa þau ekki hist í margar vikur. Vala Matt spurði Lindu hvort hún hefði bætt eitthvað á sig á þessum fordæmalausum tímum. Passar sig og heldur sér í fínu standi „Ég þurfti samt að passa mig þegar ég kom heim og ég datt aðeins í íslenska nammið sem er það besta í heimi. Ég þurfti að passa mig mjög mikið, annars hefði ég án efa bætt vel á mig og orðið hundrað kíló. Ég held mér bara fínni í þessu ástandi.“ Linda segist vera mjög mikil rútínumanneskja. Linda með dóttur sinni og kærastanum á góðri stundu. „Ég er búin að passa mig mjög mikið að halda í rútínuna. Ég vakna alltaf á sama tíma, er með mínu rútínu. Ég borða það sama og þetta gengur mjög vel. Ég fer alla morgna eldsnemma út að ganga með hundana og svo fer ég líka með stelpunni minni út að ganga með þá á kvöldin. Svo er ég með hjól og hlaupabretti úti í bílskúr og er kannski ekkert mjög dugleg þar og finnst best að fara út að labba.“ Eins og áður segir er Linda ný orðin fimmtug og lítur frábærlega út. Ég sýni mér virðingu „Þetta hefur allt með lífstílinn að gera. Hvernig við hugsum um okkur og matarræði. Það er held ég níutíu prósent. Ég fæ mér grænan heilsudrykk á hverjum einasta degi. Ég er alltaf að borða grænmeti og er mest á jurtafæði en ég borða fisk líka. Ég þarf alveg að passa mig og hef gert það mjög lengi og það bara virkar.“ Linda segist líða almennt betur ef hún er sátt við sjálfan sig. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir mig að vera ekki með aukakíló og líta vel út. Þá bara líður mér betur. Ég sýni mér þá virðingu að ég fer út að ganga, ég borða hollt og er í föstum með hléum. Ég byrja ekki að borða fyrr á hálf tólf á morgnanna og borða ekki eftir sjö á kvöldin. Ég fer bara eftir því hvað mér líður vel með að borða. Við finnum það alveg, hvað er gott og ekki gott fyrir okkur að borða. Auðvitað leyfi ég mér líka en ég er 80-90 prósent mjög holl. Ef maður hreyfir sig og borðar hollt þá hefur það áhrif á útlitið og mér langar ekkert að virka eldri en ég er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira