Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 12:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir allt benda til að krísan dragist á langinn og stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða. Ráðherrar sátu ekki allir í sínum sætum á Alþingi í morgun vegna sóttvarna og sat Bjarni til dæmis í stól forsætisráðherra. Vísr/Egill Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira