Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. apríl 2020 12:33 Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Sigurjón Ólason Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. Til að flýta fyrir afgreiðslu og úrvinnslu allra mála hefði hins vegar verið ákveðið að horfa ekkert til persónuafsláttar fyrir fyrstu útborgun nú um mánaðamótin enda hefði úrræðið aðeins tekið gildi þann 15. mars. Það tryggir að í mars er persónuafsláttur fullnýttur í greiðsluhluta atvinnurekenda. Að sögn Unnar stóð aldrei neitt annað til en að nýta persónuafsláttinn frá og með apríl. Það hafi hins vegar ekki verið farið yfir það með starfsfólki stofnunarinnar að sá háttur yrði á eftir næstu mánaðarmót. Vísir hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að fólk og fyrirtæki hafa fengið aðrar upplýsingar símleiðis hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar síðustu daga, þó ekki væri verið að spyrja um mars mánuð sérstaklega. Unnur segir ákvarðanir sem þessar teknar á öðrum samráðsvettvangi og því hafi útfærslur fyrir apríl ekki verið ræddar sérstaklega við starfsfólk. Það hafi því ekki haft nýjustu upplýsingar varðandi útfærsluna. Á dögunum var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Áhersla var lögð á að tekjulægstu hóparnir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu og var upprunalegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar því breytt þannig að allir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund krónur eða minna í laun á mánuði, munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. Til að flýta fyrir afgreiðslu og úrvinnslu allra mála hefði hins vegar verið ákveðið að horfa ekkert til persónuafsláttar fyrir fyrstu útborgun nú um mánaðamótin enda hefði úrræðið aðeins tekið gildi þann 15. mars. Það tryggir að í mars er persónuafsláttur fullnýttur í greiðsluhluta atvinnurekenda. Að sögn Unnar stóð aldrei neitt annað til en að nýta persónuafsláttinn frá og með apríl. Það hafi hins vegar ekki verið farið yfir það með starfsfólki stofnunarinnar að sá háttur yrði á eftir næstu mánaðarmót. Vísir hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að fólk og fyrirtæki hafa fengið aðrar upplýsingar símleiðis hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar síðustu daga, þó ekki væri verið að spyrja um mars mánuð sérstaklega. Unnur segir ákvarðanir sem þessar teknar á öðrum samráðsvettvangi og því hafi útfærslur fyrir apríl ekki verið ræddar sérstaklega við starfsfólk. Það hafi því ekki haft nýjustu upplýsingar varðandi útfærsluna. Á dögunum var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Áhersla var lögð á að tekjulægstu hóparnir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu og var upprunalegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar því breytt þannig að allir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund krónur eða minna í laun á mánuði, munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira