Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2020 12:54 Marta hefur verið formaður hjúkrunarráðs Landspítalans síðan í nóvember 2017. Landspítalinn Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. Þeir hafa verið án kjarasamnings í meira en ár. Á meðan álag sé að aukast vegna farsóttarinnar séu hjúkrunarfræðingar einnig að missa vaktaálagsauka. Erfitt að fá lægri laun á þessum tímum Landspítalanum var gert síðast haust að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir vegna rekstrarvanda. Þá var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka sem var 5 prósent ofan á heildarlaun þeirra sem unnu tiltekinn tímafjölda utan dagvinnu. Aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin. Marta Jónsdóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, kveðst undrandi á að þetta hafi orðið að veruleika miðað við stöðuna sem sé í gangi. Sjúkraflutningamenn koma með sjúkling á Landspítalann í FossvogiVísir/Vilhelm „Það er erfitt að fá svona fréttir í þessu ástandi núna af því hjúkrunarfræðingar hafa eins og aðrar stéttir í heilbrigðiskerfinu lagt sig alveg sérstaklega fram. Þá er dálítið súrt að fyrstu mánaðamótin eftir að allt fer í svona blússandi gang þá fái fólk lægri laun en það er vant að fá. Við erum búnar að vera kjarasamningslausar í meira en ár. Það er orðið löngu tímabært að semja.“ Sinna mjög veiku og hræddu fólki Hún segir að mörgu að huga í þeim faraldri sem nú gangi yfir. Starfsfólk geti t.d. fengið sár eftir hlíðfarbúnað sem það klæðist ef sjúklingar eru með Covid-19. „Fólk svitnar mikið undan honum, verður mjög heitt og getur verið erfitt að vera í honum til lengri tíma. Grímurnar þurfa að vera mjög þéttar á andlitinu og eins með gleraugun eða annan hlífðarbúnað sem þú ert með. Það þarf allt að vera mjög þétt sem veldur hættu á þrýstingssárum. Þetta er allt aukið álag plús allt andlega álagið sem fylgir því að vera að sinna mjög veiku og hræddu fólki.“ Covid 19 A7 stofugangur í kórónufaraldrinum.Landspítali/Þorkell Marta óttast flótta úr stéttinni verði kjörin ekki bætt. „Auðvitað skorumst við ekki undan þeirri ábyrgð sem hvílir á okkur en Covid mun líða hjá og heilbrigðiskerfið mun þurfa að virka eftir sem áður og það mun örugglega verða stórflótti úr stéttinni þá.“ Ekki launalækkun heldur tímabundið átak Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í stöðu hjúkrunarfræðinga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. Bjarni Benediktsson svaraði óundirbúinni fyrirspurn um stöðu hjúkrunafræðinga á Alþingi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir," sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbgrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu," sagði Bjarni. Kjaramál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. Þeir hafa verið án kjarasamnings í meira en ár. Á meðan álag sé að aukast vegna farsóttarinnar séu hjúkrunarfræðingar einnig að missa vaktaálagsauka. Erfitt að fá lægri laun á þessum tímum Landspítalanum var gert síðast haust að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir vegna rekstrarvanda. Þá var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka sem var 5 prósent ofan á heildarlaun þeirra sem unnu tiltekinn tímafjölda utan dagvinnu. Aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin. Marta Jónsdóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, kveðst undrandi á að þetta hafi orðið að veruleika miðað við stöðuna sem sé í gangi. Sjúkraflutningamenn koma með sjúkling á Landspítalann í FossvogiVísir/Vilhelm „Það er erfitt að fá svona fréttir í þessu ástandi núna af því hjúkrunarfræðingar hafa eins og aðrar stéttir í heilbrigðiskerfinu lagt sig alveg sérstaklega fram. Þá er dálítið súrt að fyrstu mánaðamótin eftir að allt fer í svona blússandi gang þá fái fólk lægri laun en það er vant að fá. Við erum búnar að vera kjarasamningslausar í meira en ár. Það er orðið löngu tímabært að semja.“ Sinna mjög veiku og hræddu fólki Hún segir að mörgu að huga í þeim faraldri sem nú gangi yfir. Starfsfólk geti t.d. fengið sár eftir hlíðfarbúnað sem það klæðist ef sjúklingar eru með Covid-19. „Fólk svitnar mikið undan honum, verður mjög heitt og getur verið erfitt að vera í honum til lengri tíma. Grímurnar þurfa að vera mjög þéttar á andlitinu og eins með gleraugun eða annan hlífðarbúnað sem þú ert með. Það þarf allt að vera mjög þétt sem veldur hættu á þrýstingssárum. Þetta er allt aukið álag plús allt andlega álagið sem fylgir því að vera að sinna mjög veiku og hræddu fólki.“ Covid 19 A7 stofugangur í kórónufaraldrinum.Landspítali/Þorkell Marta óttast flótta úr stéttinni verði kjörin ekki bætt. „Auðvitað skorumst við ekki undan þeirri ábyrgð sem hvílir á okkur en Covid mun líða hjá og heilbrigðiskerfið mun þurfa að virka eftir sem áður og það mun örugglega verða stórflótti úr stéttinni þá.“ Ekki launalækkun heldur tímabundið átak Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í stöðu hjúkrunarfræðinga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. Bjarni Benediktsson svaraði óundirbúinni fyrirspurn um stöðu hjúkrunafræðinga á Alþingi í morgun.Vísir/Vilhelm „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir," sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbgrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu," sagði Bjarni.
Kjaramál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09
Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10