Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2020 07:00 Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson fangaði einstakar myndir í samkomubanninu á Íslandi. Mynd/Þórhallur Sævarsson Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og sjá ekki fram á að komast aftur heim til Ítalíu fyrr en í sumar. Í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg og hélt hann svo áfram eftir að henni var lokið. Hann lætur sig nú dreyma um að gera úr þessu fallega ljósmyndabók um samkomubannið. „Við hugsuðum aldrei að þetta yrði svona rosalegt eins og þetta varð síðan,“ segir Þórhallur um ákvörðun þeirra um að yfirgefa Ítalíu. Þórhallur er giftur hönnuðinum Berglindi Óskarsdóttur og eru þau bæði að gera það gott á Ítalíu, hvort í sínu fagi. Það var um það bil viku eftir að skólarnir á Ítalíu lokuðu, sem hjónin ákváðu að fara heim til Íslands með börnin sín. Rétt slapp úr landinu „Við gerðum eins og svo margir aðrir og fórum bara upp í fjöll á skíði, en samt Frakklands megin. Svo á meðan versnaði og versnaði ástandið og á endanum sá maður fram á þessa lokun. Við vorum hjá landamærum Frakklands og keyrðum til Genfar. Konan og börnin flugu heim og ég fór áfram í kvikmyndaverkefni.“ Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og ferðast reglulega um heiminn vegna starfsins. Hann hefur meðal annars tekið upp auglýsingar fyrir stór vörumerki eins og Nike, Adidas, Coca Cola, Philips, Porsche og Sony. Þórhallur kvaddi fjölskylduna og flaug til Istanbúl til þess að taka upp auglýsingu fyrir Magnum ísinn. „Síðan var því frestað og ég slapp þaðan nánast með síðasta fluginu út. Ég flaug svo heim í gegnum London og fór svo beint í tveggja vikna sóttkví þegar ég kom til Íslands. Þannig að þetta var ævintýri, ég bara rétt slapp. Verkefninu var frestað á mánudegi og ég fór í flug á þriðjudegi, ég held að á miðvikudeginum hafi verið að loka einum stærsta flugvelli í heimi þarna í Istanbúl og ég slapp með einu síðasta fluginu, sem var alveg helvíti gott.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Hlíðir víði í einu og öllu Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu síðustu vikur. Yfir 200.000 hafa smitast af COVID-19 í landinu og meira en 28 þúsund einstaklingar hafa látist. „Fólk er að verða gjörsamlega gráhært, maður er náttúrulega í sambandi við mikið af vinum og kollegum þarna. Maður heyrir af þessu beint og svo náttúrulega í gegnum samfélagsmiðla og þetta er alveg hræðilegt. Þetta er búið að vera hrikalegt, þessi svakalega langa einangrun.“ Þau sjá því alls ekki eftir ákvörðun sinni að yfirgefa Ítalíu vegna ástandsins sem þar var að myndast. „Maður er guðs lifandi feginn að hafa sloppið við það. Það hefur verið nógu erfitt að vera með þrjú börn hér heima sem eru þá hvorki í skóla eða öðru, hvað þá ef maður hefði verið á Ítalíu þar sem maður kemst ekki einu sinni út úr húsi. Það er þetta frelsi hérna á Íslandi þó að auðvitað sé maður búinn að hlýða Víði í einu og öllu og standa sína plikt þegar kemur að því.“ Þórhallur viðurkennir að það sé samt erfitt að knúsa bara ömmu og afa í gegnum gluggann. „En munurinn á að vera á Íslandi eða fastur á Ítalíu, það er bara ekki einu sinni hægt að bera þetta saman.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Íhuguðu að flytja aftur heim Þau gera ráð fyrir því að dvelja mánuð í viðbót á Íslandi. „Í rauninni myndum við helst vilja komast aftur út, það er auðvitað skrítið að vera ekki heima hjá sér. Vonandi kemst maður heim um mánaðarmót maí og júní en við vitum ekki neitt. Það eru svo misvísandi fréttir. Einhverjir miðlar segja að Schengen ætli að opna 14. maí en svo segja Frakkar að þeir séu algjörlega á móti því. Ítalirnir eru ennþá í tómu rugli þó að þeir allavega virðist komnir yfir toppinn á veirunni.“ Þórhallur segir að einangruninni hjá Ítölum ljúki í næstu viku en á von á því að allt verði opnað mjög hægt. Hann segir erfitt að reyna að sjá fyrir sér að líf þeirra á Ítalíu verði fljótt aftur eins og það var áður en faraldurinn breiddist út. „Það hefur alveg komið til tals hjá okkur að vera áfram hér. En maður vill líka komast heim til sín og börnin sakna vina sinna úti þó að þau hafi það mjög gott hér. Auðvitað sakna þau líka en það verða engar fótboltaæfingar hjá stráknum í sumar, enginn fótbolti eða tennis. Maður veit ekki hvort sundlaugar verði opnar eða hvort það verði hægt að fara á ströndina. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að gera það og hvort strandbæirnir endi þá bara í tómu tjóni eins og skíðabæirnir ef það koma engir gestir. Það er svo rosalega margt sem spilar inn í en það verður gaman að geta komist heim til sín fyrr en seinna.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Allt svo tómt Fjölskyldan dvelur í leiguhúsnæði hér á landi og segir Þórhallur að það hafi ekki verið vandamál að finna húsnæði með svona stuttum fyrirvara. „Það er smá munur þegar það eru engir ferðamenn. Það gekk því nokkuð vel og við náðum að finna mjög fína íbúð. Við höfum það mjög fínt.“ Eftir að Þórhallur lenti í Keflavík fór hann strax í tveggja vikna sóttkví. Hann lét sér samt alls ekki leiðast á meðan. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Enginn á flugvellinum Þórhallur segir að hann hafi aðallega viljað ná þessum myndum til þess að skrásetja þetta tímabil. „Ég ákvað að reyna að stækka þetta og vera ekki bara úti að labba. Draumurinn er að gera þetta að einhvers konar „coffee table“ bók“ Suma daga voru teknar fleiri flottar myndir en aðra, en útkoman var hátt í 4. 000 myndir og þar af er Þórhallur búinn að vinna nokkur hundruð myndir í uppáhaldi sem gætu birst í slíkri bók. „Ég hef getað komist inn í sundlaugarnar sem að var alveg magnað, að taka myndir í tómum sundlaugum sem eru aldrei lokaðar nema einn dag, á jóladag. Einnig í Leifstöð, ég var heppinn að fá aðgang þar og gat farið alveg út á flugbrautir og þrætt flugstöðina. Þar var ekki sála, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta er rosalega skemmtilegt.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Stíllinn á myndunum er mjög flottur og er Þórhallur strax byrjaður að sjá fyrir sér hvernig þær gætu litið út í bók. „Fyrir kvikmyndagerðamann og leikstjóra í samkomubanni þá er þetta búið að vera skemmtilegt verkefni. Ég ákvað að setja mér líka ákveðnar reglur. Þegar ég byrjaði og var bara í göngutúrum þá var ég með litla myndavél sem heitir Ricoh gr3 sem er bara svona „snapshot“ vél með einni „fixed“ linsu. Sem er reyndar alveg rosalega góð en það takmarkar mann á svolítið skemmtilegan hátt af því að þá helst mikill „documentary“ fílingur. Þá þarf maður að velja rammann mjög vel.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Allir tilbúnir að opna dyrnar Þetta ýtti honum í að nýta sköpunargleðina vel og fá sniðugar hugmyndir. Þórhallur endaði á að taka allar myndirnar á þessa sömu vél í stað þess að skipta yfir í einhverja af öflugri myndavélunum sínum. „Myndirnar eru samt svo stórar að það er nóg til að stækka upp í meter sinnum meter án þess að tapa gæðum.“ Þórhallur segir að það komi alveg til greina að prenta út eitthvað af myndunum og halda sýningu eftir að samkomubanninu líkur. Hann er þó ekki búinn að velja tímasetningu fyrir slíkt. „Svo veit maður ekki hversu hrátt þetta verður ennþá, hvort maður eigi að gera þetta strax eða bíða fram á haust. Þetta er búið að vera svo rosalega sérstakt ástand.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Myndirnar eru alveg einstakar, enda ekki algengt að sjá borgina okkar svona tóma. Það er eitthvað leyndardómsfullt og á sama tíma sorglegt við myndirnar en byggingarnar og umhverfið fá samt að njóta sín vel. „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað fólk var vinalegt að opna fyrir manni og leyfa manni að koma og taka myndir,“ segir Þórhallur um verkefnið. Hann myndaði meðal annars leikhús, íþróttahús, sundlaugar og fleiri byggingar. En það var ein staðsetning sem vakti mikla athygli hans, Egilshöllin sem er venjulega iðandi af mannlífi. Myndir/Þórhallur Sævarsson Æðruleysið mikilvægt „Þetta var magnað það eru svo margir salir þarna og ég fékk að taka myndir þarna úti um allt, frá skautasvellum og fótboltahúsum yfir í skotsvæði og bíósali og keilusal. Það var ekki ein manneskja neins staðar. Fólk hefur verið rosalega indælt að opna fyrir mér, því að þessir staðir eru náttúrulega allir í lás núna. Það er rosalega sérstök og öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli. sérstaklega á stærri stöðum.“ Það hefur verið í nógu að snúast hjá Þórhalli síðustu misseri, hann vinnur að mynd í fullri lengd sem nefnist Hidden og svo er hann með mörg járn í eldinum sem ekki er hægt að ræða um á þessum tímapunkti. „Það voru þrjú verkefni sett á ís þegar þetta kom upp. Það var Magnum auglýsing, stór þýsk bjórauglýsing og önnur fyrir íþróttamerki, eitthvað sem ég má ekki mikið tala um. En maður veit ekkert hvað verður. Bæði með ís og bjór, ef við náum ekki tökum á þeim verkefnum fyrr en í byrjun eða um miðjan júní þá er það kannski frekar tilgangslaust fyrir þetta ár.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Þrátt fyrir óvissuna þá segir Þórhallur að hann sjái samt fyrir endann á þessu, fyrirspurnir séu byrjaðar að berast vegna nýrra verkefna. „Það eru að koma inn ný handrit og verkefni, núna sérstaklega þar sem Skandinavía er að opnast þannig að ég get tekið upp amerískt verkefni hérna í byrjun maí þegar það verður byrjað að slaka aðeins á hér, þannig að maður gæti farið í tökur með fámennan hóp hérna. Það er því möguleiki og þá gæti gerst eitthvað skemmtilegt. Hin verkefnin eru þarna og ef það næst verður reynt að troða því að eins fljótt og hægt er. En óvissan er í rauninni algjör þessa dagana, það er allt ennþá þannig að það getur allt breyst á morgun aftur, þannig er það bara. Maður verður bara að rúlla með þessu og tileinka sér ákveðið æðruleysi, allavega þegar kemur að vinnumálunum.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Enginn af þeirra nánustu vinum á Ítalíu hefur greinst með veiruna en konan sem bjó í íbúðinni við hliðina á þeim lést vegna COVID-19. „Hún var 93 ára gömul. Svo dó amma góðs vinar mín úr þessu. Það mesta sem maður er að heyra er ömmur, afar, ömmusystkini og afasystkini einhverra, þetta hefur svolítið verið sú kynslóð því miður. Það er það maður hefur heyrt mest út frá sér. Rosalega margir halda að þetta hafi verið byrjað miklu fyrr. Það var mikill flensufaraldur sem líka áður en COVID-19 byrjaði „officially“ svo margir hugsa hvort þeir hafi kannski verið búnir að fá þetta. En því miður virðist þetta vera elsta kynslóðin sem fer verst út úr þessu.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Gott að geta skapað í þessum aðstæðum Þórhallur segir að það sé ekki sitt að dæma það hvernig Ítalir tókust á við þennan faraldur. „Ég held að í svona aðstæðum verði maður bara að treysta því að yfirvöld séu að gera það besta sem þau geta með þær upplýsingar sem þau hafa. Ég tek það ekki að mér að vera sófasérfræðingur. Þegar maður er hér þá bara hlýðir maður Víði og það sama úti.“ Þórhallur hefur ekkert getað unnið eða tekið upp auglýsingar síðan í mars en verkefnið gaf honum frábært tækifæri til þess að halda sér uppteknum. „Bæði vildi ég skrásetja þetta tímabil af því að þetta er svo einstakt en svo vildi ég líka hafa eitthvað skapandi að gera þegar mitt fyrirtæki er allt stopp í augnablikinu. Maður veit ekkert hvenær það fer aftur af stað svo það er líka gott að geta haldið áfram að skapa eitthvað og verið skapandi í þessum aðstæðum.“ Helgarviðtal Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og sjá ekki fram á að komast aftur heim til Ítalíu fyrr en í sumar. Í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg og hélt hann svo áfram eftir að henni var lokið. Hann lætur sig nú dreyma um að gera úr þessu fallega ljósmyndabók um samkomubannið. „Við hugsuðum aldrei að þetta yrði svona rosalegt eins og þetta varð síðan,“ segir Þórhallur um ákvörðun þeirra um að yfirgefa Ítalíu. Þórhallur er giftur hönnuðinum Berglindi Óskarsdóttur og eru þau bæði að gera það gott á Ítalíu, hvort í sínu fagi. Það var um það bil viku eftir að skólarnir á Ítalíu lokuðu, sem hjónin ákváðu að fara heim til Íslands með börnin sín. Rétt slapp úr landinu „Við gerðum eins og svo margir aðrir og fórum bara upp í fjöll á skíði, en samt Frakklands megin. Svo á meðan versnaði og versnaði ástandið og á endanum sá maður fram á þessa lokun. Við vorum hjá landamærum Frakklands og keyrðum til Genfar. Konan og börnin flugu heim og ég fór áfram í kvikmyndaverkefni.“ Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og ferðast reglulega um heiminn vegna starfsins. Hann hefur meðal annars tekið upp auglýsingar fyrir stór vörumerki eins og Nike, Adidas, Coca Cola, Philips, Porsche og Sony. Þórhallur kvaddi fjölskylduna og flaug til Istanbúl til þess að taka upp auglýsingu fyrir Magnum ísinn. „Síðan var því frestað og ég slapp þaðan nánast með síðasta fluginu út. Ég flaug svo heim í gegnum London og fór svo beint í tveggja vikna sóttkví þegar ég kom til Íslands. Þannig að þetta var ævintýri, ég bara rétt slapp. Verkefninu var frestað á mánudegi og ég fór í flug á þriðjudegi, ég held að á miðvikudeginum hafi verið að loka einum stærsta flugvelli í heimi þarna í Istanbúl og ég slapp með einu síðasta fluginu, sem var alveg helvíti gott.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Hlíðir víði í einu og öllu Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu síðustu vikur. Yfir 200.000 hafa smitast af COVID-19 í landinu og meira en 28 þúsund einstaklingar hafa látist. „Fólk er að verða gjörsamlega gráhært, maður er náttúrulega í sambandi við mikið af vinum og kollegum þarna. Maður heyrir af þessu beint og svo náttúrulega í gegnum samfélagsmiðla og þetta er alveg hræðilegt. Þetta er búið að vera hrikalegt, þessi svakalega langa einangrun.“ Þau sjá því alls ekki eftir ákvörðun sinni að yfirgefa Ítalíu vegna ástandsins sem þar var að myndast. „Maður er guðs lifandi feginn að hafa sloppið við það. Það hefur verið nógu erfitt að vera með þrjú börn hér heima sem eru þá hvorki í skóla eða öðru, hvað þá ef maður hefði verið á Ítalíu þar sem maður kemst ekki einu sinni út úr húsi. Það er þetta frelsi hérna á Íslandi þó að auðvitað sé maður búinn að hlýða Víði í einu og öllu og standa sína plikt þegar kemur að því.“ Þórhallur viðurkennir að það sé samt erfitt að knúsa bara ömmu og afa í gegnum gluggann. „En munurinn á að vera á Íslandi eða fastur á Ítalíu, það er bara ekki einu sinni hægt að bera þetta saman.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Íhuguðu að flytja aftur heim Þau gera ráð fyrir því að dvelja mánuð í viðbót á Íslandi. „Í rauninni myndum við helst vilja komast aftur út, það er auðvitað skrítið að vera ekki heima hjá sér. Vonandi kemst maður heim um mánaðarmót maí og júní en við vitum ekki neitt. Það eru svo misvísandi fréttir. Einhverjir miðlar segja að Schengen ætli að opna 14. maí en svo segja Frakkar að þeir séu algjörlega á móti því. Ítalirnir eru ennþá í tómu rugli þó að þeir allavega virðist komnir yfir toppinn á veirunni.“ Þórhallur segir að einangruninni hjá Ítölum ljúki í næstu viku en á von á því að allt verði opnað mjög hægt. Hann segir erfitt að reyna að sjá fyrir sér að líf þeirra á Ítalíu verði fljótt aftur eins og það var áður en faraldurinn breiddist út. „Það hefur alveg komið til tals hjá okkur að vera áfram hér. En maður vill líka komast heim til sín og börnin sakna vina sinna úti þó að þau hafi það mjög gott hér. Auðvitað sakna þau líka en það verða engar fótboltaæfingar hjá stráknum í sumar, enginn fótbolti eða tennis. Maður veit ekki hvort sundlaugar verði opnar eða hvort það verði hægt að fara á ströndina. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að gera það og hvort strandbæirnir endi þá bara í tómu tjóni eins og skíðabæirnir ef það koma engir gestir. Það er svo rosalega margt sem spilar inn í en það verður gaman að geta komist heim til sín fyrr en seinna.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Allt svo tómt Fjölskyldan dvelur í leiguhúsnæði hér á landi og segir Þórhallur að það hafi ekki verið vandamál að finna húsnæði með svona stuttum fyrirvara. „Það er smá munur þegar það eru engir ferðamenn. Það gekk því nokkuð vel og við náðum að finna mjög fína íbúð. Við höfum það mjög fínt.“ Eftir að Þórhallur lenti í Keflavík fór hann strax í tveggja vikna sóttkví. Hann lét sér samt alls ekki leiðast á meðan. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Enginn á flugvellinum Þórhallur segir að hann hafi aðallega viljað ná þessum myndum til þess að skrásetja þetta tímabil. „Ég ákvað að reyna að stækka þetta og vera ekki bara úti að labba. Draumurinn er að gera þetta að einhvers konar „coffee table“ bók“ Suma daga voru teknar fleiri flottar myndir en aðra, en útkoman var hátt í 4. 000 myndir og þar af er Þórhallur búinn að vinna nokkur hundruð myndir í uppáhaldi sem gætu birst í slíkri bók. „Ég hef getað komist inn í sundlaugarnar sem að var alveg magnað, að taka myndir í tómum sundlaugum sem eru aldrei lokaðar nema einn dag, á jóladag. Einnig í Leifstöð, ég var heppinn að fá aðgang þar og gat farið alveg út á flugbrautir og þrætt flugstöðina. Þar var ekki sála, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta er rosalega skemmtilegt.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Stíllinn á myndunum er mjög flottur og er Þórhallur strax byrjaður að sjá fyrir sér hvernig þær gætu litið út í bók. „Fyrir kvikmyndagerðamann og leikstjóra í samkomubanni þá er þetta búið að vera skemmtilegt verkefni. Ég ákvað að setja mér líka ákveðnar reglur. Þegar ég byrjaði og var bara í göngutúrum þá var ég með litla myndavél sem heitir Ricoh gr3 sem er bara svona „snapshot“ vél með einni „fixed“ linsu. Sem er reyndar alveg rosalega góð en það takmarkar mann á svolítið skemmtilegan hátt af því að þá helst mikill „documentary“ fílingur. Þá þarf maður að velja rammann mjög vel.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Allir tilbúnir að opna dyrnar Þetta ýtti honum í að nýta sköpunargleðina vel og fá sniðugar hugmyndir. Þórhallur endaði á að taka allar myndirnar á þessa sömu vél í stað þess að skipta yfir í einhverja af öflugri myndavélunum sínum. „Myndirnar eru samt svo stórar að það er nóg til að stækka upp í meter sinnum meter án þess að tapa gæðum.“ Þórhallur segir að það komi alveg til greina að prenta út eitthvað af myndunum og halda sýningu eftir að samkomubanninu líkur. Hann er þó ekki búinn að velja tímasetningu fyrir slíkt. „Svo veit maður ekki hversu hrátt þetta verður ennþá, hvort maður eigi að gera þetta strax eða bíða fram á haust. Þetta er búið að vera svo rosalega sérstakt ástand.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Myndirnar eru alveg einstakar, enda ekki algengt að sjá borgina okkar svona tóma. Það er eitthvað leyndardómsfullt og á sama tíma sorglegt við myndirnar en byggingarnar og umhverfið fá samt að njóta sín vel. „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað fólk var vinalegt að opna fyrir manni og leyfa manni að koma og taka myndir,“ segir Þórhallur um verkefnið. Hann myndaði meðal annars leikhús, íþróttahús, sundlaugar og fleiri byggingar. En það var ein staðsetning sem vakti mikla athygli hans, Egilshöllin sem er venjulega iðandi af mannlífi. Myndir/Þórhallur Sævarsson Æðruleysið mikilvægt „Þetta var magnað það eru svo margir salir þarna og ég fékk að taka myndir þarna úti um allt, frá skautasvellum og fótboltahúsum yfir í skotsvæði og bíósali og keilusal. Það var ekki ein manneskja neins staðar. Fólk hefur verið rosalega indælt að opna fyrir mér, því að þessir staðir eru náttúrulega allir í lás núna. Það er rosalega sérstök og öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli. sérstaklega á stærri stöðum.“ Það hefur verið í nógu að snúast hjá Þórhalli síðustu misseri, hann vinnur að mynd í fullri lengd sem nefnist Hidden og svo er hann með mörg járn í eldinum sem ekki er hægt að ræða um á þessum tímapunkti. „Það voru þrjú verkefni sett á ís þegar þetta kom upp. Það var Magnum auglýsing, stór þýsk bjórauglýsing og önnur fyrir íþróttamerki, eitthvað sem ég má ekki mikið tala um. En maður veit ekkert hvað verður. Bæði með ís og bjór, ef við náum ekki tökum á þeim verkefnum fyrr en í byrjun eða um miðjan júní þá er það kannski frekar tilgangslaust fyrir þetta ár.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Þrátt fyrir óvissuna þá segir Þórhallur að hann sjái samt fyrir endann á þessu, fyrirspurnir séu byrjaðar að berast vegna nýrra verkefna. „Það eru að koma inn ný handrit og verkefni, núna sérstaklega þar sem Skandinavía er að opnast þannig að ég get tekið upp amerískt verkefni hérna í byrjun maí þegar það verður byrjað að slaka aðeins á hér, þannig að maður gæti farið í tökur með fámennan hóp hérna. Það er því möguleiki og þá gæti gerst eitthvað skemmtilegt. Hin verkefnin eru þarna og ef það næst verður reynt að troða því að eins fljótt og hægt er. En óvissan er í rauninni algjör þessa dagana, það er allt ennþá þannig að það getur allt breyst á morgun aftur, þannig er það bara. Maður verður bara að rúlla með þessu og tileinka sér ákveðið æðruleysi, allavega þegar kemur að vinnumálunum.“ Mynd/Þórhallur Sævarsson Enginn af þeirra nánustu vinum á Ítalíu hefur greinst með veiruna en konan sem bjó í íbúðinni við hliðina á þeim lést vegna COVID-19. „Hún var 93 ára gömul. Svo dó amma góðs vinar mín úr þessu. Það mesta sem maður er að heyra er ömmur, afar, ömmusystkini og afasystkini einhverra, þetta hefur svolítið verið sú kynslóð því miður. Það er það maður hefur heyrt mest út frá sér. Rosalega margir halda að þetta hafi verið byrjað miklu fyrr. Það var mikill flensufaraldur sem líka áður en COVID-19 byrjaði „officially“ svo margir hugsa hvort þeir hafi kannski verið búnir að fá þetta. En því miður virðist þetta vera elsta kynslóðin sem fer verst út úr þessu.“ Myndir/Þórhallur Sævarsson Gott að geta skapað í þessum aðstæðum Þórhallur segir að það sé ekki sitt að dæma það hvernig Ítalir tókust á við þennan faraldur. „Ég held að í svona aðstæðum verði maður bara að treysta því að yfirvöld séu að gera það besta sem þau geta með þær upplýsingar sem þau hafa. Ég tek það ekki að mér að vera sófasérfræðingur. Þegar maður er hér þá bara hlýðir maður Víði og það sama úti.“ Þórhallur hefur ekkert getað unnið eða tekið upp auglýsingar síðan í mars en verkefnið gaf honum frábært tækifæri til þess að halda sér uppteknum. „Bæði vildi ég skrásetja þetta tímabil af því að þetta er svo einstakt en svo vildi ég líka hafa eitthvað skapandi að gera þegar mitt fyrirtæki er allt stopp í augnablikinu. Maður veit ekkert hvenær það fer aftur af stað svo það er líka gott að geta haldið áfram að skapa eitthvað og verið skapandi í þessum aðstæðum.“
Helgarviðtal Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira