Már og Iva gefa út reggí-útgáfu af lagi Ragga Bjarna Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 19:01 Már og Íva heimsóttu Hvata á Bylgjunni í dag. Vísir „Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona. Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona.
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira