Bestu spilarar landsins keppa í Valorant Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 14:56 Rafíþróttasamtök Íslands munu halda boðsmót í nýja fyrstu persónu skotleiknum Valorant á laugardaginn næstkomandi. Leikurinn, sem fór nýlega í lokaðar prófanir, hefur notið gífurlegra vinsælda á undanförnum vikum. Hann er gefinn út af Riot Games sem framleiðir einnig League of Legends, sem er stærsti rafíþróttaleikur í heiminum. Valorant hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu og gátu vongóðir spilarar átt séns á að komast inn í lokaðar prófanir leiksins með því að horfa á leikjaútsendingar á Twitch. Á fyrsta deginum fór það hæst upp í 1.700.000 manns sem voru samtímis að horfa á leikinn og reyna að fá aðgang. Sumir af bestu spilurum landsins eru komnir með aðgang og munu þeir sýna hvað í þeim ber á laugardaginn. Liðin sem munu keppa á mótinu verða kynnt á næstu dögum. Valorant er eins og áður segir, fyrstu persónu skotleikur, þar sem fimm spilarar skipa hvort lið. Hver spilari velur sér útsendara sem býr yfir ákveðnum eiginleikum sem geta skapað taktíska yfirburði séu þeir notaðir rétt. Leikurinn er spilaður í hálfleikum og skiptast liðin á að sækja eða verjast á milli hálfleikja. Fyrsta liðið til að vinna 13 lotur er krýndur sigurvegari leiksins. Þessi æsispennandi viðburður verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Vísi.is og má enginn áhugamaður um rafíþróttir láta þetta framhjá sér fara. Rafíþróttir Leikjavísir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti
Rafíþróttasamtök Íslands munu halda boðsmót í nýja fyrstu persónu skotleiknum Valorant á laugardaginn næstkomandi. Leikurinn, sem fór nýlega í lokaðar prófanir, hefur notið gífurlegra vinsælda á undanförnum vikum. Hann er gefinn út af Riot Games sem framleiðir einnig League of Legends, sem er stærsti rafíþróttaleikur í heiminum. Valorant hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu og gátu vongóðir spilarar átt séns á að komast inn í lokaðar prófanir leiksins með því að horfa á leikjaútsendingar á Twitch. Á fyrsta deginum fór það hæst upp í 1.700.000 manns sem voru samtímis að horfa á leikinn og reyna að fá aðgang. Sumir af bestu spilurum landsins eru komnir með aðgang og munu þeir sýna hvað í þeim ber á laugardaginn. Liðin sem munu keppa á mótinu verða kynnt á næstu dögum. Valorant er eins og áður segir, fyrstu persónu skotleikur, þar sem fimm spilarar skipa hvort lið. Hver spilari velur sér útsendara sem býr yfir ákveðnum eiginleikum sem geta skapað taktíska yfirburði séu þeir notaðir rétt. Leikurinn er spilaður í hálfleikum og skiptast liðin á að sækja eða verjast á milli hálfleikja. Fyrsta liðið til að vinna 13 lotur er krýndur sigurvegari leiksins. Þessi æsispennandi viðburður verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Vísi.is og má enginn áhugamaður um rafíþróttir láta þetta framhjá sér fara.
Rafíþróttir Leikjavísir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti