Arteta ætlar að halda áfram að losa sig við leikmenn í janúar Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. janúar 2021 14:00 Arsenal v Manchester City - Carabao Cup - Quarter Final - Emirates Stadium Arsenal manager Mikel Arteta on the touchline during the Carabao Cup, Quarter Final match at The Emirates Stadium, London. (Photo by Nick Potts/PA Images via Getty Images) Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir það vera í forgangi hjá félaginu að losa sig við leikmenn í félagaskiptaglugganum. Þegar nýtt ár gekk í garð opnaði um leið fyrir félagaskipti í enska boltanum og hefur Arsenal þegar losað sig við einn leikmann þar sem Sead Kolasinac gekk í raðir Schalke 04 um áramótin. Arteta tók við stjórnartaumunum hjá Arsenal á síðasta tímabili og hefur ekki farið leynt með það að hann vilji gera miklar breytingar. „Við erum með stóran hóp og vitum af því. Það voru hlutir sem áttu að gerast síðastliðið sumar sem gerðust ekki af ýmsum ástæðum,“ segir Arteta. Emi Martinez og Henrikh Mkhitaryan voru seldir frá félaginu síðasta sumar auk þess sem Lucas Torreira og Matteo Guendouzi voru lánaðir burt. Þá reyndi félagið, án árangurs, að losa sig við sinn launahæsta leikmann, Mesut Özil. Landi hans, Shkodran Mustafi, er einnig talinn vera á sölulista. „Það eru nokkrir leikmenn sem verða seldir eða lánaðir burt. Það er forgangsatriði hjá okkur í augnablikinu. Ef vel gengur sjáum við til hvort við höfum tækifæri til að sækja leikmenn í þær stöður sem okkur vantar í,“ segir Arteta. Mikel Arteta admits players leaving Arsenal is the priority in January... Sky Sports News in 60 seconds | @TAGHeuer pic.twitter.com/T0WvkUXKmP— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2020 Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Þegar nýtt ár gekk í garð opnaði um leið fyrir félagaskipti í enska boltanum og hefur Arsenal þegar losað sig við einn leikmann þar sem Sead Kolasinac gekk í raðir Schalke 04 um áramótin. Arteta tók við stjórnartaumunum hjá Arsenal á síðasta tímabili og hefur ekki farið leynt með það að hann vilji gera miklar breytingar. „Við erum með stóran hóp og vitum af því. Það voru hlutir sem áttu að gerast síðastliðið sumar sem gerðust ekki af ýmsum ástæðum,“ segir Arteta. Emi Martinez og Henrikh Mkhitaryan voru seldir frá félaginu síðasta sumar auk þess sem Lucas Torreira og Matteo Guendouzi voru lánaðir burt. Þá reyndi félagið, án árangurs, að losa sig við sinn launahæsta leikmann, Mesut Özil. Landi hans, Shkodran Mustafi, er einnig talinn vera á sölulista. „Það eru nokkrir leikmenn sem verða seldir eða lánaðir burt. Það er forgangsatriði hjá okkur í augnablikinu. Ef vel gengur sjáum við til hvort við höfum tækifæri til að sækja leikmenn í þær stöður sem okkur vantar í,“ segir Arteta. Mikel Arteta admits players leaving Arsenal is the priority in January... Sky Sports News in 60 seconds | @TAGHeuer pic.twitter.com/T0WvkUXKmP— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2020
Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira