Telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi árs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2021 13:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. VÍSIR Líklegt er að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi árs. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem telur það hafa verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu í bóluefnamálum. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Forsætisráðherra segir samstarf með Evrópusambandinu í bóluefnamálum fela í sér styrkleika. „Það sem gerist er að við ákveðum að fara í samstarf með Evrópusambandinu og Noregi. Einhverjum hefur ekki fundist það góð hugmynd. Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Afhverju? Jú með þeim hætti þá bæði auðvitað njótum við samstarfs við aðrar þjóðir. Njótum ákveðins faglegs styrkleika t.d. frá Lyfjastofnun Evrópu og gerðir eru samningar við ólík fyrirtæki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Katrín telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins. „Mínar væntingar standa til þess að við verðum komin með meirhluta landsmanna bólusettan hér á fyrri hluta árs. Ég held að það séu allar líkur til þess að það gangi eftir svona út frá því hvað þetta er að gerast hratt í kringum okkur,“ sagði Katrín. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Katrínu Jakobsdóttur. Boltinn hjá Pfizer Katrín vildi lítið gefa upp um viðræður við Pfizer um mögulegt samstarfsverkefni. „Það hafa bara átt sér stað fundir og okkar fólk hefur gert grein fyrir, Kári og Þórólfur hafa auðvitað leitt það, hvaða aðstæður eru fyrir hendi hér á landi og hvernig við teljum að þetta gæti virkað og eins og fram hefur komið þá er boltinn hjá Pfizer,“ sagði Katrín. „Við í raun og veru höfum nálgast þetta þannig að við séum bara að gæta hagsmuna okkar á ölum vígstöðum. Hvort sem það er í þessu samstarfi þjóða eða út frá einhverjum svona hugmyndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56 BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Forsætisráðherra segir samstarf með Evrópusambandinu í bóluefnamálum fela í sér styrkleika. „Það sem gerist er að við ákveðum að fara í samstarf með Evrópusambandinu og Noregi. Einhverjum hefur ekki fundist það góð hugmynd. Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Afhverju? Jú með þeim hætti þá bæði auðvitað njótum við samstarfs við aðrar þjóðir. Njótum ákveðins faglegs styrkleika t.d. frá Lyfjastofnun Evrópu og gerðir eru samningar við ólík fyrirtæki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Katrín telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins. „Mínar væntingar standa til þess að við verðum komin með meirhluta landsmanna bólusettan hér á fyrri hluta árs. Ég held að það séu allar líkur til þess að það gangi eftir svona út frá því hvað þetta er að gerast hratt í kringum okkur,“ sagði Katrín. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Katrínu Jakobsdóttur. Boltinn hjá Pfizer Katrín vildi lítið gefa upp um viðræður við Pfizer um mögulegt samstarfsverkefni. „Það hafa bara átt sér stað fundir og okkar fólk hefur gert grein fyrir, Kári og Þórólfur hafa auðvitað leitt það, hvaða aðstæður eru fyrir hendi hér á landi og hvernig við teljum að þetta gæti virkað og eins og fram hefur komið þá er boltinn hjá Pfizer,“ sagði Katrín. „Við í raun og veru höfum nálgast þetta þannig að við séum bara að gæta hagsmuna okkar á ölum vígstöðum. Hvort sem það er í þessu samstarfi þjóða eða út frá einhverjum svona hugmyndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56 BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56
BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06