Innlent

65 prósent Ís­lendinga segja öruggt að þeir muni þiggja bólu­setningu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn voru meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir gegn covid-19 eftir að bólusetning hófst milli jóla og nýárs.
Heilbrigðisstarfsmenn voru meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir gegn covid-19 eftir að bólusetning hófst milli jóla og nýárs. Vísir/Vilhelm

Hátt í 92 prósent Íslendinga segja líklegt að þeir muni þiggja bólusetningu gegn covid-19. Ríflega 5 prósent segja það ólíklegt og um 3 prósent segja það hvorkilíklegt né ólíklegt. Þetta eru niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallup. Af þeim sem sögðu ekki líklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðu flestir ástæðuna vera að þeir vildu bíða eftir að komin væri meiri reynsla á bólusetninguna og mögulegar aukaverkanir.

Könnunin var gerð dagana 14. til 27. desember en í sambærilegri könnun sem gerð var í september sögðu níu af hverjum tíu það líklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu.

Þá fjölgaði þeim mikið milli kannana sem segja öruggt að þeir þiggi bólusetningu. 65 prósent af þeim sem svöruðu í desember segja það öruggt miðað við tæplega 49 prósent sem svöruðu í haust.

Athygli vekur einnig að samkvæmt könnuninni er fólk yfir fertugt líklegra til að þiggja bólusetningu en þeir sem yngri eru. Þá eru þeir sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, Pírata, Viðreisn eða Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag, líklegri til að þiggja bólusetningu en kjósendur annarra flokka.

Spurt var einnig hvers vegna fólk teldi ekki líklegt að það myndi þiggja bólusetningu þegar byrjað yrði að bjóða upp á hana. Af þeim sem sögðu ekki líklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðu flestir ástæðuna vera að þeir vildu bíða eftir að komin væri meiri reynsla á bólusetninguna og mögulegar aukaverkanir hennar, eða sjö af hverjum tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×