Vilja fylgja reglum en ekki „sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:08 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Vísir Biskup kaþólskra á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Þetta hafi verið það eina rétta í stöðunni því ekki komi til greina að vísa fólki frá messu sem vilji sækja hana. Honum finnst sóttvarnareglur sem gilda um helgihald vera ósanngjarnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43