Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:04 Bólusett gegn kórónuveirunni hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni, sem haft hefur umsjón með bólusetningu við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið að starfsfólk heilsugæslunnar hafi náð fimm skömmtum af bóluefni úr hverju glasi, sem er sá skammtafjöldi sem Pfizer mælir með. Starfsfólk Landspítala náði hins vegar 5,4 skömmtum úr hverju glasi, að því er fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að starfsfólk spítalans hefði náð þessu með því að viðhafa „sitt venjulega verklag“. Því sem náðist aukalega úr hverju glasi hefði verið blandað saman. „Við ákváðum að viðhafa bara hefðbundið verklag í blöndun hjá okkur, þegar við erum að meðhöndla svona dýr lyf og verðmæt, þar er þrautþjálfað starfsfólk sem er í þessu allan daginn og hefur mikla þekkingu og færni í þessu,“ sagði Hlíf við Ríkisútvarpið. Starfsfólk heilsugæslunnar hafi mikla reynslu Heilsugæslan segir í tilkynningu í dag að ekki sé ráðlagt að safna milli glasa til að tryggja stöðugleika bólefnis. Ef heill skammtur náist hins vegar úr glasinu sé notkun leyfð. Þetta staðfesti Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og Pfizer. Bólusetning heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið mjög vel. Starfsfólk hafi mikla reynslu af bólusetningum og meðhöndlun bólusefnis. „Umræðan á því ekki að snúast um færni, heldur hvort farið er eftir leiðbeiningum. Viljum við þakka öllu okkar starfsfólki, öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem komu að þessu ferli fyrir góða samvinnu.“ Undirbúningur sé þegar hafinn að næstu bólusetningu. Heilsugæslan muni halda áfram að vinna samkvæmt bestu þekkingu og þeim leiðbeiningum markaðsleyfishafa sem eru í gildi hverju sinni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni, sem haft hefur umsjón með bólusetningu við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið að starfsfólk heilsugæslunnar hafi náð fimm skömmtum af bóluefni úr hverju glasi, sem er sá skammtafjöldi sem Pfizer mælir með. Starfsfólk Landspítala náði hins vegar 5,4 skömmtum úr hverju glasi, að því er fram kom í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að starfsfólk spítalans hefði náð þessu með því að viðhafa „sitt venjulega verklag“. Því sem náðist aukalega úr hverju glasi hefði verið blandað saman. „Við ákváðum að viðhafa bara hefðbundið verklag í blöndun hjá okkur, þegar við erum að meðhöndla svona dýr lyf og verðmæt, þar er þrautþjálfað starfsfólk sem er í þessu allan daginn og hefur mikla þekkingu og færni í þessu,“ sagði Hlíf við Ríkisútvarpið. Starfsfólk heilsugæslunnar hafi mikla reynslu Heilsugæslan segir í tilkynningu í dag að ekki sé ráðlagt að safna milli glasa til að tryggja stöðugleika bólefnis. Ef heill skammtur náist hins vegar úr glasinu sé notkun leyfð. Þetta staðfesti Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og Pfizer. Bólusetning heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið mjög vel. Starfsfólk hafi mikla reynslu af bólusetningum og meðhöndlun bólusefnis. „Umræðan á því ekki að snúast um færni, heldur hvort farið er eftir leiðbeiningum. Viljum við þakka öllu okkar starfsfólki, öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem komu að þessu ferli fyrir góða samvinnu.“ Undirbúningur sé þegar hafinn að næstu bólusetningu. Heilsugæslan muni halda áfram að vinna samkvæmt bestu þekkingu og þeim leiðbeiningum markaðsleyfishafa sem eru í gildi hverju sinni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningarnar fæli fólk frá bólusetningu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki áhyggjur af því að tilkynningar um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á vilja þjóðarinnar til að láta bólusetja sig. Miklu máli skipti fyrir samfélagið allt að bólusetning verði almenn. 5. janúar 2021 12:51
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58
Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30