Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira