Fær ekki að flytja inn American Pit Bull Terrier Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 20:38 Óheimilt er að flytja hunda af tegundinni American Put Bull Terrier hingað til lands. flickr/geoggirl Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja einstaklingi um undanþágu frá banni við innflutningi á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier. Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest. Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest.
Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira