„Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 10:30 Dæja varð að skipta um föt í fataskápnum nokkrum sinnum. Dagbjört Margrét Pálsdóttir eða Dæja eins og hún er alltaf kölluð barðist lengi vel við aukakílóin. Hún er einstæð tveggja barna móðir og framkvæmdarstjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Hún segir að leiðin að betri heilsu hafi verið löng og ströng en hún hefur létt sig um 65 kíló. „Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira