Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 11:46 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður lagt til við ráðherra að tvöföld skimun á landamærum verði gerð skylda. Stjórnvöld ákváðu þá að fylgja annarri tillögu hans og gerðu skimun gjaldfrjálsa. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Breska afbrigðið hefur valdið miklum usla í Bretlandi síðustu vikur. Nokkur lönd hafa gripið til þess ráðs að banna komur ferðalanga frá Bretlandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort til greina kæmi að gera slíkt hið sama hér á landi, eða í það minnsta skylda fólk sem kemur frá Bretlandi í tvöfalda skimun. Þórólfur benti á að hann hefði áður lagt til að gera tvöfalda skimun við landamæri að skyldu og afnema sóttkvíarmöguleikann. Stjórnvöld afréðu hins vegar að fylgja annarri tillögu Þórólfs og gera skimun gjaldfrjálsa. Þórólfur kvaðst þó nú hafa lagt það aftur til við stjórnvöld að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun. „Ég hef tekið þetta upp aftur og lagt þessa tillögu aftur fyrir ráðherra með akkúrat þessum rökum. Og ég veit að það verður tekið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Ég held þetta sé mjög mikilvægt. Hins vegar eru það mjög fáir sem velja það núna að fara í fjórtán daga sóttkví en ég held það sé mjög mikilvægt að ná nánast öllum,“ sagði Þórólfur. Ferðalangar frá Bretlandi fari í farsóttarhús Þá hefði líka verið reynt að efla eftirlit með fólki í sóttkví, bæði þeim sem greinast á landamærum og þeim sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað seinni skimunar. „Við erum að gera allt sem hægt er til að lágmarka áhættuna eins og mögulegt er á því að bæði þetta afbrigði og önnur afbrigði komi hérna inn í landið,“ sagði Þórólfur. Þá væri til skoðunar að þeir sem greinast með breska afbrigðið fari í farsóttarhús og verji einangruninni þar. „Önnur hugmynd hefur verið sú að þeir sem greinast með þetta breska afbrigði gætu verið í farsóttarhúsi þar sem er meira eftirlit með þeim, eða á einhverjum öðrum stað. Þetta er ein af þeim tillögum sem ég hef komið með og við verðum bara að skoða það. Þannig ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til að hafa eftirlitið eins virkt og gott eins og mögulegt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira