Fótbolti

Eftir allt fjaðra­fokið: Ståle vonar að flestum hjá FCK vegni vel en ekki öllum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ståle er búinn að tala reglulega um brottförina frá FCK.
Ståle er búinn að tala reglulega um brottförina frá FCK. Lars Ronbog/Getty

Ståle Solbakken, fyrrum stjóri FCK og nú þjálfari norska landsliðsins, segir að hann óskum flestum hjá FCK hið besta en þó ekki öllum. Þetta sagði Norðmaðurinn í viðtali við Ekstra Bladet.

Ståle Solbakken var rekinn fra FCK í október og það hefur verið mikið rætt og ritað um hvað hafi eiginlega gerst. Ståle hafði verið í yfir áratug hjá félaginu en hann var rekinn með símtali eftir öll þessi ár.

Jess Thorup, fyrrum þjálfari Genk og Gent til að mynda, tók við liðinu. Í upphafi tíma Jess gekk erfiðlega en FCK virtist vera að rétta úr kútnum áður en liðið fór í smá jólafrí.

„Ég óska öllum, næstum öllum, í félaginu hið besta og vonar að FCK gangi vel,“ sagði Ståle í samtali við Ekstra Bladet. Hann hefur séð hluta af leikjum hjá félaginu að undanförnu.

„Ég sá leikinn gegn Nordsjælland og gegn Midtjylland í bikarnum. Ég sá líka hálfleik gegn OB og það er spennandi að sjá liðið. Það gleður mig að þetta gengur betur hjá þeim og það segi ég sem stuðningsmaður.“

Ståle hefur áður sagt að hann reikni ekki með að stíga fæti inn á Parken, heimavöll FCK, framar en þó hann gæti mögulega farið með fjölskyldunni á pallana, nánar tiltekið Nedre C stuðningsmannasvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×