Enski boltinn

85 milljóna punda Declan Rice á lista Chelsea og Man. United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Declan Rice á Laugardalsvelli á síðasta ári í baráttunni við þá Guðlaug Victor Pálsson og Birki Bjarnason.
Declan Rice á Laugardalsvelli á síðasta ári í baráttunni við þá Guðlaug Victor Pálsson og Birki Bjarnason. Haflidi Breidfjord/Getty Images

Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice, sem leikur hjá West Ham, er á óskalista stórliðanna Chelsea og Manchester United.

Rice hefur verið reglulega orðaður við Chelsea en hann ólst upp hjá félaginu áður en akademía félagsins vildi ekki hafa hann lengur er hann var fimmtán ára gamall.

Hann hefur þar af leiðandi leikið með West Ham síðan þá og lék sinn fyrsta aðalliðsleik sextán ára gamall, árið 2015.

Síðan þá hefur hann leikið 116 leiki og skorað í þeim þrjú mörk en hann leikur oftast sem varnarsinnaður miðjumaður.

Stórliðin eru talin horfa til Rice en hann fæst þó ekki ódýrt. Talið er að Hamrarnir vilji 85 milljónir punda fyrir hann svo spurning er hvort að liðin séu til í að taka upp veskið.

Rice hefur leikið þrettán A-landsleiki, þar á meðal einn á Íslandi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×