Viðskipti innlent

Kristinn Harðar­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu

Eiður Þór Árnason skrifar
Kristinn mun meðal annars hafa yfirumsjón með framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjun þeirra í Svartsengi.
Kristinn mun meðal annars hafa yfirumsjón með framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjun þeirra í Svartsengi. Samsett

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Kristinn mun stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykjanesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti.

Fram kemur í tilkynningu frá HS Orku að Kristinn starfaði áður sem forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku Náttúrunnar en þar áður starfaði hann í 14 ár sem framkvæmdstjóri hjá Alcoa bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. 

Kristinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá DTU í Danmörku auk B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Kristinn er kvæntur Hildi Briem og saman eiga þau þrjú börn.

Stækka virkjunina á Reykjanesi

„Það er mikið gleðiefni að fá Kristinn til liðs við HS Orku. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi með víðfeðma þekkingu á rekstri. Hann kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærður um að hann mun reynast okkur öflugur liðsstyrkur,“ er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóri HS Orku, í tilkynningu. 

HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun auk einnar vatnsaflsvirkjunar á Brú í Tungufljóti. Fyrirtækið er að hefja vinnu við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW sem er áætlað að verði komi rekstur í lok árs 2022. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×