Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 13:12 Mannleg mistök urðu til þess að þrír hestar slösuðust á flugvelli í Belgíu. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/vilhelm Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma. Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar. Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar.
Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira