Stjórnvöld hafni of oft beiðnum umsækjenda um gögn í ráðningarmálum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 13:00 Kjartan Bjarni Björgvinsson var settur umboðsmaður Alþingis í október á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hér á landi eiga almennt nokkuð í land með að beita reglum um aðgang að gögnum með viðunandi hætti. Þörf er bæði á viðhorfsbreytingu og aukinni fræðslu innan stjórnsýslunnar að því er fram kemur í áliti setts umboðsmanns Alþingis. Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“ Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“
Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira