Enginn greindist og sóttkví aflétt af hjartadeild Landspítalans Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2021 13:06 Sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist með Covid-19 síðdegis í gær. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr Covid-19 skimun allra sjúklinga og meirihluta starfsfólks hjartadeildar Landspítala liggja núna fyrir og eru allar neikvæðar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landspítala og kemur fram að nú sé ljóst að ekki sé um útbreitt smit á deildinni, 14 EG við Hringbraut, að ræða. Sjúklingur á deildinni greindist með Covid-19 í gær. „Af því tilefni hefur farsóttanefnd spítalans ákveðið að aflétta sóttkví af deildinni og starfsfólki hennar. Hjartadeild tekur nú við innlögnum á nýjan leik og starfsemin þar verður með eðlilegum hætti frá og með kl. 13:00, miðvikudaginn 13. janúar. Jákvæð niðurstaða um smit kom upp á hjartadeild í gær, þriðjudaginn 12. janúar, við hefðbundna öryggisskimun sjúklings fyrir útskrift. Þetta var alvarlegur atburður í starfsemi Landspítala og viðbragðið í kjölfarið umfangsmikið, útbreitt og viðeigandi. Skjótt viðbragð Landspítala og viðamiklar öryggisráðstafanir til að vernda sjúklinga og starfsfólk hafa nú leitt af sér þessa niðurstöðu. Málið var leitt til lykta á innan við sólarhring af vel þjálfuðu starfsfólki og vísindamönnum Landspítala. Um 200 skimanir af starfsfólki hafa verið framkvæmdar, flestar niðurstöður liggja fyrir, en niðurstöður úr öllum berast síðar í dag. Sjúklingar deildarinnar voru allir skimaðir í gærkvöldi. Umræddur sjúklingur hafði tvisvar sýnt neikvæða svörun áður en þessi jákvæða svörun barst. Slíkt getur gerst vegna ýmissa ástæðna; til dæmis breytinga á sýnatöku og þróun sjúkdómsins í viðkomandi. Skimun er hins vegar framkvæmd óháð grun í öryggisskyni með stroki og er hraðunnin; svar berst jafnan innan 3-4 klukkustunda. Sjúklingar eru skimaðir með reglubundnum hætti. Viðkomandi reyndist síðan hár í mótefnamælingu við blóðprufu, sem mælir með nákvæmri rannsókn grun um eldra smit vegna jákvæðrar niðurstöðu af skimun. Að öllum líkindum er því um eldra smit að ræða í viðkomandi sjúklingi, sem hann hefur fengið áður en hann lagðist inn á Landspítala í desember. Verið er að skoða málið nánar. Landspítali þakkar sjúklingum, aðstandendum, starfsfólki og fjölmiðlum fyrir samstarf, góðan skilning og þolinmæði undanfarinn sólarhring. Sérstakar þakkir fá sjúklingar og starfsfólk hjartadeildar, Covid-19-göngudeildin sem annaðist skimanir og sýkla- og veirufræðideild, sem vann allar rannsóknir hratt og vel,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landspítala og kemur fram að nú sé ljóst að ekki sé um útbreitt smit á deildinni, 14 EG við Hringbraut, að ræða. Sjúklingur á deildinni greindist með Covid-19 í gær. „Af því tilefni hefur farsóttanefnd spítalans ákveðið að aflétta sóttkví af deildinni og starfsfólki hennar. Hjartadeild tekur nú við innlögnum á nýjan leik og starfsemin þar verður með eðlilegum hætti frá og með kl. 13:00, miðvikudaginn 13. janúar. Jákvæð niðurstaða um smit kom upp á hjartadeild í gær, þriðjudaginn 12. janúar, við hefðbundna öryggisskimun sjúklings fyrir útskrift. Þetta var alvarlegur atburður í starfsemi Landspítala og viðbragðið í kjölfarið umfangsmikið, útbreitt og viðeigandi. Skjótt viðbragð Landspítala og viðamiklar öryggisráðstafanir til að vernda sjúklinga og starfsfólk hafa nú leitt af sér þessa niðurstöðu. Málið var leitt til lykta á innan við sólarhring af vel þjálfuðu starfsfólki og vísindamönnum Landspítala. Um 200 skimanir af starfsfólki hafa verið framkvæmdar, flestar niðurstöður liggja fyrir, en niðurstöður úr öllum berast síðar í dag. Sjúklingar deildarinnar voru allir skimaðir í gærkvöldi. Umræddur sjúklingur hafði tvisvar sýnt neikvæða svörun áður en þessi jákvæða svörun barst. Slíkt getur gerst vegna ýmissa ástæðna; til dæmis breytinga á sýnatöku og þróun sjúkdómsins í viðkomandi. Skimun er hins vegar framkvæmd óháð grun í öryggisskyni með stroki og er hraðunnin; svar berst jafnan innan 3-4 klukkustunda. Sjúklingar eru skimaðir með reglubundnum hætti. Viðkomandi reyndist síðan hár í mótefnamælingu við blóðprufu, sem mælir með nákvæmri rannsókn grun um eldra smit vegna jákvæðrar niðurstöðu af skimun. Að öllum líkindum er því um eldra smit að ræða í viðkomandi sjúklingi, sem hann hefur fengið áður en hann lagðist inn á Landspítala í desember. Verið er að skoða málið nánar. Landspítali þakkar sjúklingum, aðstandendum, starfsfólki og fjölmiðlum fyrir samstarf, góðan skilning og þolinmæði undanfarinn sólarhring. Sérstakar þakkir fá sjúklingar og starfsfólk hjartadeildar, Covid-19-göngudeildin sem annaðist skimanir og sýkla- og veirufræðideild, sem vann allar rannsóknir hratt og vel,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Vongóður um að staðan á Landakoti sé ekki að endurtaka sig Yfirlæknir hjartadeildar Landspítalans er vongóður um að staðan á Landakoti í október sé ekki að endurtaka sig. Hvorki starfsmenn né sjúklingar á hjartadeild hafi greinst með kórónuveiruna í umfangsmiklum prófunum sem hófust á deildinni í gær eftir að einn sjúklinga greindist jákvæður við útskrift í gærdag. 13. janúar 2021 11:50