Gjafmildi landsmanna bjargaði starfi björgunarsveitarinnar á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2021 18:01 Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri. Vísir/Arnar Einu ári eftir að snjóflóð féllu á Flateyri er björgunarsveitin þar á bæ komin í nýtt húsnæði sem sveitin gat keypt með fé sem almenningur og fyrirtæki í landinu gáfu eftir hamfararnir. Í nýja húsnæðinu verður starfrækt heilsugæsla sem var ekki í boði fyrir ári. Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira