Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 20:46 Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að stutt sé í endurbætur á símasambandi á Skötufirði. Samsett Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“ Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“
Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18
Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37
Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“