Flotmeðferð eftir Flothettu tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. janúar 2021 08:31 Flotmeðferð frá Flothetta hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands. Flothetta Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Þriðju tilnefninguna til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hlýtur verkefnið Flotmeðferð eftir Flothettu. Hér fyrir neðan má lesa rökstuðning dómnefndar: „Fyrirtækið Flothetta býður nú upp á hannaða flotmeðferð fyrir litla hópa þar sem áhersla er lögð á fullkomna slökun og vellíðan. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þáttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan, hvíld og endurnæringu. Af frásögn þátttakanda að dæma er um að ræða einstaka slökun og hugleiðsluástand. Flestar vatnsmeðferðir sem stundaðar eru í heiminum í dag er einstaklingsmeðferð. Það sem gerist í hópmeðferð er á öðrum skala, nærveran við aðra truflar ekkert heldur virðist þvert á móti efla áhrifin. Í tengslum við flothettuna hefur verið boðið upp á „samflot“ í mörgum sundlaugum á Íslandi undanfarin ár, sem er í sjálfu sér merkileg þróun, en flotmeðferðin tekur upplifunina skrefi lengra. Í tengslum við meðferðina hefur fyrirtækið þróað og sett á markað vörur til viðbótar við flothettuna sem eflir enn upplifun notandans. Meðferðaraðilar hljóta sérstaka þjálfun þar sem kenndar eru grunnaðferðir og undirstöður í djúpri vatnsmeðferðarvinnu. Flotmeðferðin sprettur upp úr sundmenningu Íslendinga en er líka kærkomin viðbót við hana. Hún er í takt við þær áherslur sem við höfum fundið fyrir síðustu ár; að verðmætasköpun er ekki bundin við framleiðslu hluta heldur getur svo sannarlega falist í upplifun, vellíðan og samveru.“ Flotthettan er hönnuð af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði, jóga- og vatnsmeðferðaraðila. Um verkefnið: Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Þegar flotið er og þyngdaraflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdaglega. Þannig fá miðtaugakerfið, vöðvar og hryggjarsúlan hvíld þegar flotið er um í heitri laug, án áreynslu. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir taugaboðefnum eins og endorfíni sem bæði er verkjastillandi og veitir vellíðunartilfinningu. Þannig skapar Flothetta fullkomið ástand fyrir slökun og endurnæringu í mýkt vatnsins. Um hönnuð: Hannað af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði, jóga- og vatnsmeðferðaraðila. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á reynsluheimi hennar sem Íslendings sem stundað hefur náttúru- og sundlaugaferðir frá blautu barnsbeini. Þannig samtvinnast áhugi Unnar Valdísar á hönnun og að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni. Flothetta.is Hér fyrir neðan má sjá kynningu á þriðju tilnefningunni til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Myndbandið er framleitt af Blóð studio. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 - Flothetta Beina sjónum að því besta Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Verðlaunin eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna. Tilnefningarnar til Hönnunarverðlauna Íslands verða tilkynntar hér á Vísi næstu daga.Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Milljón króna peningaverðlaun Við val á verðlaunahafa er haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkið/verkin þurfa að vera einstök, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í vinnubrögðum. Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Nánar á síðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir Drangar eftir Studio Granda tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Tilnefningarnar verða allar tilkynntar hér á Vísi. 20. janúar 2021 08:31 Peysa með öllu eftir Ýrúrarí tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Tilnefningarnar verða tilkynntar hér á Vísi í dag og næstu daga. 19. janúar 2021 08:31 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hér fyrir neðan má lesa rökstuðning dómnefndar: „Fyrirtækið Flothetta býður nú upp á hannaða flotmeðferð fyrir litla hópa þar sem áhersla er lögð á fullkomna slökun og vellíðan. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þáttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan, hvíld og endurnæringu. Af frásögn þátttakanda að dæma er um að ræða einstaka slökun og hugleiðsluástand. Flestar vatnsmeðferðir sem stundaðar eru í heiminum í dag er einstaklingsmeðferð. Það sem gerist í hópmeðferð er á öðrum skala, nærveran við aðra truflar ekkert heldur virðist þvert á móti efla áhrifin. Í tengslum við flothettuna hefur verið boðið upp á „samflot“ í mörgum sundlaugum á Íslandi undanfarin ár, sem er í sjálfu sér merkileg þróun, en flotmeðferðin tekur upplifunina skrefi lengra. Í tengslum við meðferðina hefur fyrirtækið þróað og sett á markað vörur til viðbótar við flothettuna sem eflir enn upplifun notandans. Meðferðaraðilar hljóta sérstaka þjálfun þar sem kenndar eru grunnaðferðir og undirstöður í djúpri vatnsmeðferðarvinnu. Flotmeðferðin sprettur upp úr sundmenningu Íslendinga en er líka kærkomin viðbót við hana. Hún er í takt við þær áherslur sem við höfum fundið fyrir síðustu ár; að verðmætasköpun er ekki bundin við framleiðslu hluta heldur getur svo sannarlega falist í upplifun, vellíðan og samveru.“ Flotthettan er hönnuð af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði, jóga- og vatnsmeðferðaraðila. Um verkefnið: Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Þegar flotið er og þyngdaraflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdaglega. Þannig fá miðtaugakerfið, vöðvar og hryggjarsúlan hvíld þegar flotið er um í heitri laug, án áreynslu. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir taugaboðefnum eins og endorfíni sem bæði er verkjastillandi og veitir vellíðunartilfinningu. Þannig skapar Flothetta fullkomið ástand fyrir slökun og endurnæringu í mýkt vatnsins. Um hönnuð: Hannað af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði, jóga- og vatnsmeðferðaraðila. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á reynsluheimi hennar sem Íslendings sem stundað hefur náttúru- og sundlaugaferðir frá blautu barnsbeini. Þannig samtvinnast áhugi Unnar Valdísar á hönnun og að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni. Flothetta.is Hér fyrir neðan má sjá kynningu á þriðju tilnefningunni til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Myndbandið er framleitt af Blóð studio. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 - Flothetta Beina sjónum að því besta Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Verðlaunin eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna. Tilnefningarnar til Hönnunarverðlauna Íslands verða tilkynntar hér á Vísi næstu daga.Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Milljón króna peningaverðlaun Við val á verðlaunahafa er haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkið/verkin þurfa að vera einstök, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í vinnubrögðum. Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Nánar á síðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir Drangar eftir Studio Granda tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Tilnefningarnar verða allar tilkynntar hér á Vísi. 20. janúar 2021 08:31 Peysa með öllu eftir Ýrúrarí tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Tilnefningarnar verða tilkynntar hér á Vísi í dag og næstu daga. 19. janúar 2021 08:31 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Drangar eftir Studio Granda tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Tilnefningarnar verða allar tilkynntar hér á Vísi. 20. janúar 2021 08:31
Peysa með öllu eftir Ýrúrarí tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Sjálfbærni, endurnýting, náttúra og vellíðan eru lykilorðin þegar kemur að tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Tilnefningarnar verða tilkynntar hér á Vísi í dag og næstu daga. 19. janúar 2021 08:31