Nýi United strákurinn fær stuðning frá Bruno, hrós frá Ole og horfir á Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 09:00 Amad Diallo með treyju Manchester United sem hann mun væntanlega spila í á komandi mánuðum. Getty/Ash Donelon Það þekkja flestir sögu Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og núna er annar táningur að vekja athygli á æfingasvæði félagsins. Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu. Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Hinn átján ára gamli Amad Diallo hefur staðið sig mjög vel á fyrstu viku sinni með aðalliði Manchester United. Þessi ungi Fílabeinsstrendingur kom til félagsins frá ítalska félaginu Atalanta en hann var bara búinn að spila fjóra leiki í efstu deild á Ítalíu áður en Manchester United keypti hann. 59 mínútur af aðalliðsfótbolta segir lítið en United menn hafa mikla trú á stráknum. Manchester United gekk frá kaupunum á Amad Diallo í október en hann gat ekki orðið leikmaður fyrr en í janúar. Strákurinn hefur staðið sig vel ef marka má orð knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær. The 18-year-old has been 'amazing' in training Solskjaer says he's 'remarkable' for his age Bruno Fernandes has taken him under his wingHe's even been watching Ronaldo and Fergie videos in his spare time! #MUFC #Diallohttps://t.co/UhBM8H30Fx— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 20, 2021 „Það mun taka hann tíma að venjast hraðanum en hraði hans, yfirsýn og hæfileiki til þess að fara framhjá mönnum mun hjálpa honum mikið í því. Hann hefur alla hráu hæfileikana sem menn þurfa til að verða mikilvægir leikmenn hjá Manchester United á næstu árum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær sem er ánægður með fyrstu æfingar stráksins „Það hefur gengið mjög vel. Hann kann að fara með boltann, hefur notið æfinganna og er að láta til sín taka á æfingunum sem er merkilegt fyrir ekki eldri leikmann. Það verður alltaf þessi aðlögunartími en ég sé fyrir mér að það verði ekki langur tími þar til að hann komi inn í hópinn,“ sagði Solskjær við blaðamann Goal en hvenær fær strákurinn fyrsta tækifærið? „Það verður kannski fyrr en menn halda. Hann er búinn að koma sér vel fyrir, leikmennirnir kunna vel við hann. Hann er góður karakter, prúður og brosmildur strákur sem leggur mikið á sig,“ sagði Solskjær. Amad Diallo's first day at Manchester United pic.twitter.com/AuhlF5pfCl— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Stuðningsmenn Manchester United tóku eftir því að Bruno Fernandes, mesti leiðtogi liðsins, virðist vera búinn að taka strákinn undir sinn verndarvæng því hann hefur verið duglegur að gefa stráknum ráð á æfingum liðsins. Diallo hefur síðan sjálfur sýnt frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann hefur verið að horfa á myndbönd með Cristiano Ronaldo og Sir Alex Ferguson. „Sjáið hvernig Ferguson horfir þarna á son sinn sem er núna orðin goðsögn. Fallegt,“ skrifaði Amad Diallo við myndina. Það verður ekki auðvelt fyrir Amad Diallo að feta í fótspor Cristiano Ronaldo hjá Manchester United en byrjun lofar að minnsta kosti góðu.
Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira