Engin ein ákveðin skýring á slöku gengi Íslands á HM samkvæmt Ásgeiri Erni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 13:30 Ásgeir Örn er ekki bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leik kvöldsins hjá íslenska landsliðinu þar sem ógnarsterkt lið Frakklands bíður átekta. Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Íslenska landsliðið fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir Frakklandi sem er allt annað en árennilegur andstæðingur fyrir íslenska liðið sem hefur verið í vandræðum gegn Portúgal og Sviss. „Gríðarlega erfiður andstæðingur, frábærir einstaklingar í liðinu. Þó við höfum rætt að sem lið þá séu þeir í ákveðnum dal þá hafa þeir sýnt það á þessu móti að þeir eru að spila fanta vel og það verður vægast sagt erfitt verkefni fyrir okkur á móti Frökkunum,“ sagi Ásgeir Örn um leik kvöldsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Mun vörn Íslands virka gegn franska landsliðinu? „Það er stóra spurningin. Núna erum við að fara keppa við leikmenn sem eru ekki aðeins snöggir heldur stórir og sterkir. Eru líka mjög taktískt klókir þannig það verður langerfiðasta prófið fyrir okkur núna.“ „Varnarleikurinn er það eina sem við höfum verið að gera mjög vel svo ég vona að það eigi eftir að ganga mjög vel.“ Af hverju er sóknarleikurinn svona slakur? „Engin ein ákveðin skýring í þessu. Augljóst að við erum ekki að nýta þá styrkleika sem við höfum. Það eru leikmenn í liðinu sem eru að skora mikið með sínum félagsliðum en virðast ekki geta skorað með landsliðinu, ekki í sama mæli allavega.“ „Það er eitthvað, hvort það er taktík eða innstilling leikmanna. Það er einhver blanda af þessum þáttum grunar mig.“ „Ég er einn af þeim sem leit mjög bjartsýnt á mótið. Mér fannst við vera með leikmenn sem eru að spila vel, marga góða leikmenn sem eru með mikið sjálfstraust og virtust tilbúnir í þetta. Vorum með gott jafnvægi og margt í spilunum sem gaf mér von um gott mót.“ Er liðið betra í dag en þegar Geir var með það? „Það er góð spurning. Væntanlega spurning sem HSÍ þarf að svara og fara vel yfir. Við þurfum líka að vera ískaldir og meta þetta út frá því hvaða sætum við erum að lenda, hvernig er bragur liðsins og við þurfum að meta það. Ég held samt að við séum á örlítið betri stað,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Klippa: Engin ein ákveðin skýring
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00