„Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur myndað Pétur og fylgt honum eftir í gegnum þetta erfiða tímabil. „Þetta er samt allt á réttri leið þannig að ég vona að ég geti farið að gera eitthvað fljótlega, vinna eða eitthvað. Eins og þetta er búið að vera er ekkert sem maður hefur getað gert. Maður hefur ekki haft orku í að gera neitt. En ég er að fá meiri orku og finn einkennin minnka, en þó alveg svakalega hægt. Ég hefði ekki getað trúað því hvað þetta tæki langan tíma en þetta er allt á réttri leið.“ Pétur segir að hann vilji ekki lifa í reiði, biturð eða eftirsjá.RAX Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson foreldrar Péturs létust með aðeins nokkurra daga millibili í lok mars á þessu ári. Þau skildu eftir sig stórt skarð í bæjarlífinu í Hveragerði, þar sem þau höfðu verið búsett undanfarin fimmtíu ár. Reynir og Jóninna voru borin til grafar þann 15. apríl síðastliðinn, hann var 75 ára og hún var 71 árs. Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson voru búsett í Hveragerði í fimmtíu ár.RAX Pétur glímir enn við erfið eftirköst vegna Covid-19 og lauk nýlega margra vikna endurhæfingu sinni á Reykjalundi. Andlega heilsan hefur líka verið mjög slæm síðustu mánuði, enda missirinn mikill og erfiður. „Söknuðurinn er mikill, nánast ólýsanlegur. Að ná ekki að kveðja, að þurfa bara að sitja við símann og bíða. Að síðasta tenginginn við sinn nánasta sé símtalið um að hann sé farinn. Það er eiginlega ekki hægt að setja þetta í orð.“ Hjónin féllu frá með aðeins viku millibili.RAX Pétur segir að það hafi verið gott að ná að hitta móður sína rúmum sólarhring áður en hún dó, en segir að hún hafi ekki þekkt þá feðgana enda voru þeir í hlífðarbúningum og með grímur fyrir andlitinu. „Hún sá okkur ekkert, sá bara augun. Við vissum þá hvert stefndi, að það væri ekki aftur snúið. Þá var svo erfitt að segja eitthvað, svo maður er eiginlega bara til staðar. Að fara vitandi að maður er að fara í síðasta skiptið, var ólýsanlegt.“ Föður sinn náði hann ekki að kveðja, enda var hann þá sjálfur heima í einangrun vegna Covid-19. Pétur Reynisson við leiði foreldra sinna. Með honum er eiginkona hans, Áslaug Einarsdóttir.RAX Stöðugt úthaldsleysi hefur einkennt líðan Péturs síðustu mánuði. Ef hann gerði eitthvað með fjölskyldunni eða reyndi að vinna aðeins í garðinum, var hann ónýtur dagin n eftir og jafnvel í nokkra daga. Verandi garðyrkjumaður hefur hann einstaklega gaman að garðvinnunni og lét hann sig stundum hafa það þrátt fyrir að vita að hann þyrfti að taka afleiðingunum næstu daga á eftir. „Stundum verð ég það þreyttur að ég get ekki einu sinni sofið, ekki nema í tvo eða þrjá tíma kannski. Það var þannig í sumar og frá því ég veikist eiginlega þangað til seint í haust, svaf ég í mesta lagi tvo til fjóra tíma á nóttu. Það er svona stundum eins og maður hafi unnið yfir sig þó að maður hafi ekki verið að gera neitt af viti, bara farið í gönguferð.“ Pétur segir að eftirköstin vegna Covid-19 séu eins og annar sjúkdómur.RAX Önnur einkenni Péturs hafa verið meltingarvandamál, stöðugar hálsbólgur, öndunarfæravandamál, óútskýrðir vöðvakippir og fleira. „Þegar ég reyni að slaka á er stundum eins og allt sé á iði. Svo er húðin öll í rugli, það kemur exem úti um allt eftir þetta, mikill sviði í augum og hálfgerður náladofi í húðinni og þá sérstaklega í fótunum.“ Á Reykjalundi kynntist Pétur mörgum öðrum í sömu stöðu og komst að því að einkenni og eftirköst fólks eftir Covid-19 eru mjög mismunandi. Þrátt fyrir margra vikna endurhæfingu er Pétur ekki laus við veikindin.RAX „Læknarnir segja að ef maður er í svona langan tíma án þess að geta þjálfað sig, þá gengur hægt að komast aftur til baka. Það er alveg hægt, en það þarf að vinna mikið í því eins og ég er að gera núna. Á Reykjalundi var ég í hreyfiprógrammi en þurfti að minnka það af því að það var of mikið fyrir mig. Ég var mjög aktívur áðan svo það er mjög skrítið að vera í þessum sporum. En ég er mjög bjartsýnn að þetta lagist allt.“ Í endurhæfingu á Reykjalundi ásamt öðrum einstaklingum sem smituðust af Covid-19.RAX Pétur viðurkennir að það hafi verið ólýsanlega erfitt að geta ekki kvatt foreldra sína í eigin persónu á sjúkrahúsinu vegna aðstæðna. Þegar hann sest niður með blaðamanni og Ragnari ljósmyndara á heimili sínu í Hveragerði segir hann strax að hann sé hvorki reiður eða bitur þó að árið hafi verið strembið. Pétur veiktist í mars á þessi ári og byrjaði ekki að finna fyrir batamerkjum fyrr en í haust. Það var ekki fyrr en fyrst núna sem hann fór að taka eftir mun á sér á milli mánaða. Hann er því bjartsýnn að ná einn daginn fullum bata og heldur fast í þá von.RAX „Að vera bjartsýnn og jákvæður og trúa því að allt gangi til baka, það hjálpar mikið. Sama þó að það taki eitt eða tvö ár, þá tekur eru það samt bara eitt, tvö ár.“ Pétur er bjartsýnn fyrir árinu 2021 og er þakklátur fyrir allan stuðningin síðustu mánuði.RAX Jóninna móðir Péturs var alltaf með hundinn hans Bellu í dekri á daginn á meðan fjölskyldan var í vinnu og skóla. Þegar Jóninna veiktist fannst þeim eins og hundurinn væri meðvitaður um hvað væri að gerast. Hundurinn Bella fylgist með í glugganum. RAX „Hún var bara eins og blautt handklæði og hreyfði sig ekki. Hún fékk hálfgert taugaáfall. Þá allt í einu var hún eins og lömuð og gat ekkert gengið og við þurftum að láta senda hana til dýralæknis á sjúkrahúsi á Selfossi. Hún jafnaði sig eftir einhverja daga, hún fékk bara taugaáfall. Hún fann sorgina á heimilinu og þetta var því erfiður tími fyrir hana líka.“ Pétur tók þessa mynd af hundinni Bellu, þegar hún skyndilega varð eins og lömuð.Pétur Reynisson Fyrstu skiptin sem hún kom inn á heimilið eftir að þau létust, leitaði Bella um allt húsið. Svo hætti hún að leita. Pétur fer reglulega í gönguferðir í Hveragerði sem hluta af endurhæfingunni. Bella neitar núna að ganga leiðina framhjá húsi foreldra hans eftir að þau féllu frá. Fjölskyldan segir að Bella hafi fengið einhvers konar taugaáfall eftir veikindin í fjölskyldunni.RAX „Við fórum alltaf sömu leiðina, en nú stoppar hún alltaf og vill ekki fara þangað og dregur mig til baka. Hún veit að það er ekkert að sækja þangað, hún veit það þetta litla grey.“ Lægsti punkturinn hjá Pétri kom skömmu eftir að foreldrar Péturs hans féllu frá, enda var hann þá sjálfur líka veikur af sama sjúkdómi. Þá missti hann vonina um stund. „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst, eftir að foreldrar mínir voru dánir. Ég var alveg viss og var alveg farinn að gera ráð fyrir því. Fyrst að þau gátu dáið þá gat ég alveg eins farið og yrði bara næstur í röðinni. Mér fannst eins og það væri rökrétt að það myndi gerast og var farin að hugsa fyrir því. “ Æfingafélagarnir Pétur og Bella. Hundurinn fylgir eiganda sínum í allar gönguferðir í endurhæfingunni.RAX Pétur sagði fólkinu í kringum sig ekki frá þessum hugsunum, en ræddi þessar tilfinningar þó við eiginkonuna. „Svo þegar leið frá þá minnkuðu áhyggjurnar og manni fannst maður meira öruggur, að það myndi ekki gerast. En það var svolítill tími sem ég var viss um að það myndi gerast, í mínum huga fannst mér það mjög líklegt. Það var svakalega erfitt.“ Pétur segir að nú sé hann á hægum batavegi og er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Hann er byrjaður að taka ákvarðanir og spá í því hvert hann sé að stefna, svo það finnst honum mjög jákvætt. Neistinn sem hafði sloknað er að koma til baka. Það sem situr eftir þegar Pétur horfir til baka yfir þetta tímabil er auðmýkt. „Hlutirnir bara gerast og við höfum ekki mikla stjórn.“ Pétur missti vinnuna á dögunum. Hann segir að hann viti ekki hvort að það hefði gerst ef hann hefði ekki þurft að vera svona mikið frá vegna veikindanna. Þó er hann bjartsýnn að ný tækifæri bíði hans á næstunni.RAX Pétur er líka þakklátur fyrir allt fólkið sitt og íbúana í samfélaginu, sem hafa staðið þétt við bakið á fjölskyldunni með stuðningi og símtölum. „Maður hefur aldrei hitt jafn fáa en aldrei verið jafn náinn fólkinu sínu. Á þessum tíma sem við áttum að halda fjarlægð hefur aldrei verið jafn mikil nánd.“ Ljósmyndun RAX Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Tengdar fréttir „Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00 „Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið
Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur myndað Pétur og fylgt honum eftir í gegnum þetta erfiða tímabil. „Þetta er samt allt á réttri leið þannig að ég vona að ég geti farið að gera eitthvað fljótlega, vinna eða eitthvað. Eins og þetta er búið að vera er ekkert sem maður hefur getað gert. Maður hefur ekki haft orku í að gera neitt. En ég er að fá meiri orku og finn einkennin minnka, en þó alveg svakalega hægt. Ég hefði ekki getað trúað því hvað þetta tæki langan tíma en þetta er allt á réttri leið.“ Pétur segir að hann vilji ekki lifa í reiði, biturð eða eftirsjá.RAX Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson foreldrar Péturs létust með aðeins nokkurra daga millibili í lok mars á þessu ári. Þau skildu eftir sig stórt skarð í bæjarlífinu í Hveragerði, þar sem þau höfðu verið búsett undanfarin fimmtíu ár. Reynir og Jóninna voru borin til grafar þann 15. apríl síðastliðinn, hann var 75 ára og hún var 71 árs. Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson voru búsett í Hveragerði í fimmtíu ár.RAX Pétur glímir enn við erfið eftirköst vegna Covid-19 og lauk nýlega margra vikna endurhæfingu sinni á Reykjalundi. Andlega heilsan hefur líka verið mjög slæm síðustu mánuði, enda missirinn mikill og erfiður. „Söknuðurinn er mikill, nánast ólýsanlegur. Að ná ekki að kveðja, að þurfa bara að sitja við símann og bíða. Að síðasta tenginginn við sinn nánasta sé símtalið um að hann sé farinn. Það er eiginlega ekki hægt að setja þetta í orð.“ Hjónin féllu frá með aðeins viku millibili.RAX Pétur segir að það hafi verið gott að ná að hitta móður sína rúmum sólarhring áður en hún dó, en segir að hún hafi ekki þekkt þá feðgana enda voru þeir í hlífðarbúningum og með grímur fyrir andlitinu. „Hún sá okkur ekkert, sá bara augun. Við vissum þá hvert stefndi, að það væri ekki aftur snúið. Þá var svo erfitt að segja eitthvað, svo maður er eiginlega bara til staðar. Að fara vitandi að maður er að fara í síðasta skiptið, var ólýsanlegt.“ Föður sinn náði hann ekki að kveðja, enda var hann þá sjálfur heima í einangrun vegna Covid-19. Pétur Reynisson við leiði foreldra sinna. Með honum er eiginkona hans, Áslaug Einarsdóttir.RAX Stöðugt úthaldsleysi hefur einkennt líðan Péturs síðustu mánuði. Ef hann gerði eitthvað með fjölskyldunni eða reyndi að vinna aðeins í garðinum, var hann ónýtur dagin n eftir og jafnvel í nokkra daga. Verandi garðyrkjumaður hefur hann einstaklega gaman að garðvinnunni og lét hann sig stundum hafa það þrátt fyrir að vita að hann þyrfti að taka afleiðingunum næstu daga á eftir. „Stundum verð ég það þreyttur að ég get ekki einu sinni sofið, ekki nema í tvo eða þrjá tíma kannski. Það var þannig í sumar og frá því ég veikist eiginlega þangað til seint í haust, svaf ég í mesta lagi tvo til fjóra tíma á nóttu. Það er svona stundum eins og maður hafi unnið yfir sig þó að maður hafi ekki verið að gera neitt af viti, bara farið í gönguferð.“ Pétur segir að eftirköstin vegna Covid-19 séu eins og annar sjúkdómur.RAX Önnur einkenni Péturs hafa verið meltingarvandamál, stöðugar hálsbólgur, öndunarfæravandamál, óútskýrðir vöðvakippir og fleira. „Þegar ég reyni að slaka á er stundum eins og allt sé á iði. Svo er húðin öll í rugli, það kemur exem úti um allt eftir þetta, mikill sviði í augum og hálfgerður náladofi í húðinni og þá sérstaklega í fótunum.“ Á Reykjalundi kynntist Pétur mörgum öðrum í sömu stöðu og komst að því að einkenni og eftirköst fólks eftir Covid-19 eru mjög mismunandi. Þrátt fyrir margra vikna endurhæfingu er Pétur ekki laus við veikindin.RAX „Læknarnir segja að ef maður er í svona langan tíma án þess að geta þjálfað sig, þá gengur hægt að komast aftur til baka. Það er alveg hægt, en það þarf að vinna mikið í því eins og ég er að gera núna. Á Reykjalundi var ég í hreyfiprógrammi en þurfti að minnka það af því að það var of mikið fyrir mig. Ég var mjög aktívur áðan svo það er mjög skrítið að vera í þessum sporum. En ég er mjög bjartsýnn að þetta lagist allt.“ Í endurhæfingu á Reykjalundi ásamt öðrum einstaklingum sem smituðust af Covid-19.RAX Pétur viðurkennir að það hafi verið ólýsanlega erfitt að geta ekki kvatt foreldra sína í eigin persónu á sjúkrahúsinu vegna aðstæðna. Þegar hann sest niður með blaðamanni og Ragnari ljósmyndara á heimili sínu í Hveragerði segir hann strax að hann sé hvorki reiður eða bitur þó að árið hafi verið strembið. Pétur veiktist í mars á þessi ári og byrjaði ekki að finna fyrir batamerkjum fyrr en í haust. Það var ekki fyrr en fyrst núna sem hann fór að taka eftir mun á sér á milli mánaða. Hann er því bjartsýnn að ná einn daginn fullum bata og heldur fast í þá von.RAX „Að vera bjartsýnn og jákvæður og trúa því að allt gangi til baka, það hjálpar mikið. Sama þó að það taki eitt eða tvö ár, þá tekur eru það samt bara eitt, tvö ár.“ Pétur er bjartsýnn fyrir árinu 2021 og er þakklátur fyrir allan stuðningin síðustu mánuði.RAX Jóninna móðir Péturs var alltaf með hundinn hans Bellu í dekri á daginn á meðan fjölskyldan var í vinnu og skóla. Þegar Jóninna veiktist fannst þeim eins og hundurinn væri meðvitaður um hvað væri að gerast. Hundurinn Bella fylgist með í glugganum. RAX „Hún var bara eins og blautt handklæði og hreyfði sig ekki. Hún fékk hálfgert taugaáfall. Þá allt í einu var hún eins og lömuð og gat ekkert gengið og við þurftum að láta senda hana til dýralæknis á sjúkrahúsi á Selfossi. Hún jafnaði sig eftir einhverja daga, hún fékk bara taugaáfall. Hún fann sorgina á heimilinu og þetta var því erfiður tími fyrir hana líka.“ Pétur tók þessa mynd af hundinni Bellu, þegar hún skyndilega varð eins og lömuð.Pétur Reynisson Fyrstu skiptin sem hún kom inn á heimilið eftir að þau létust, leitaði Bella um allt húsið. Svo hætti hún að leita. Pétur fer reglulega í gönguferðir í Hveragerði sem hluta af endurhæfingunni. Bella neitar núna að ganga leiðina framhjá húsi foreldra hans eftir að þau féllu frá. Fjölskyldan segir að Bella hafi fengið einhvers konar taugaáfall eftir veikindin í fjölskyldunni.RAX „Við fórum alltaf sömu leiðina, en nú stoppar hún alltaf og vill ekki fara þangað og dregur mig til baka. Hún veit að það er ekkert að sækja þangað, hún veit það þetta litla grey.“ Lægsti punkturinn hjá Pétri kom skömmu eftir að foreldrar Péturs hans féllu frá, enda var hann þá sjálfur líka veikur af sama sjúkdómi. Þá missti hann vonina um stund. „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst, eftir að foreldrar mínir voru dánir. Ég var alveg viss og var alveg farinn að gera ráð fyrir því. Fyrst að þau gátu dáið þá gat ég alveg eins farið og yrði bara næstur í röðinni. Mér fannst eins og það væri rökrétt að það myndi gerast og var farin að hugsa fyrir því. “ Æfingafélagarnir Pétur og Bella. Hundurinn fylgir eiganda sínum í allar gönguferðir í endurhæfingunni.RAX Pétur sagði fólkinu í kringum sig ekki frá þessum hugsunum, en ræddi þessar tilfinningar þó við eiginkonuna. „Svo þegar leið frá þá minnkuðu áhyggjurnar og manni fannst maður meira öruggur, að það myndi ekki gerast. En það var svolítill tími sem ég var viss um að það myndi gerast, í mínum huga fannst mér það mjög líklegt. Það var svakalega erfitt.“ Pétur segir að nú sé hann á hægum batavegi og er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Hann er byrjaður að taka ákvarðanir og spá í því hvert hann sé að stefna, svo það finnst honum mjög jákvætt. Neistinn sem hafði sloknað er að koma til baka. Það sem situr eftir þegar Pétur horfir til baka yfir þetta tímabil er auðmýkt. „Hlutirnir bara gerast og við höfum ekki mikla stjórn.“ Pétur missti vinnuna á dögunum. Hann segir að hann viti ekki hvort að það hefði gerst ef hann hefði ekki þurft að vera svona mikið frá vegna veikindanna. Þó er hann bjartsýnn að ný tækifæri bíði hans á næstunni.RAX Pétur er líka þakklátur fyrir allt fólkið sitt og íbúana í samfélaginu, sem hafa staðið þétt við bakið á fjölskyldunni með stuðningi og símtölum. „Maður hefur aldrei hitt jafn fáa en aldrei verið jafn náinn fólkinu sínu. Á þessum tíma sem við áttum að halda fjarlægð hefur aldrei verið jafn mikil nánd.“
„Við förum bara þegar þú kemur næst“ Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af. 1. janúar 2021 07:00
„Eins og að vera einn í heiminum“ Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. 30. desember 2020 07:01