Hrossin troða snjó upp að kvið Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 21:03 „Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“ Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“ Dýr Veður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“
Dýr Veður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira