Vettlingarnir frægu ekki til sölu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 23:18 Bernie Sanders og vettlingarnir hans vöktu verðskuldaða athygli við innsetningarathöfnina. Getty/Drew Angerer Jen Ellis, kennarinn sem gerði vettlingana sem Bernie Sanders klæddist við innsetningarathöfn Joe Bidens, segir slíka vettlinga ekki vera til sölu. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira