Vettlingarnir frægu ekki til sölu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 23:18 Bernie Sanders og vettlingarnir hans vöktu verðskuldaða athygli við innsetningarathöfnina. Getty/Drew Angerer Jen Ellis, kennarinn sem gerði vettlingana sem Bernie Sanders klæddist við innsetningarathöfn Joe Bidens, segir slíka vettlinga ekki vera til sölu. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira