Erna Margrét Magnúsdóttir og kærasti hennar, Elíeser Thor Jónsson rækta Chow Chow hundategundina í Ölfusi en þau eiga þrjá slíka hunda. Þau eru heilluð af tegundinni og segjast ekki getað hugsað sér betri og skemmtilegri hunda en tíkurnar, þær rauðu, heita Avon og Tiffaní og svo er það hundurinn Hops, sem kom nýlega til landsins.

„Það er reyndar mjög skemmtilegt við þessa tegund og það sem allir taka strax eftir að þeir eru með fjólubláa tungu og það að hundarnir líta út eins og bangsar. Þetta eru rosalega skemmtilegir hundar og þeir eru mjög athyglissjúkir á eigandann sjálfan. Að vera með þrjá er dálítið erfitt því þeir þrá allir athyglina mína,“ segir Erna Margrét.

Erna Margrét segir að það séu til um 50 svona hundar á Íslandi og sjálf stefni hún á að ræka fleiri með tilkomu Hops, sem hún var að flytja inn og mun para við einhverja tík af sömu tegund ef allt gengur upp.
En einhverjir myndir segja að hundarnir væru svolítið líkir öpum, hvað segir Erna um það?
„Ég hef ekki heyrt það áður, það er verið að tala um að þeir séu svo mikið líkir birnum enda er sagan eða hjátrúin, sem er verið að segja með tunguna að þeir séu blandaðir við úlfa og birni.“

Hundarnir gelta lítið sem ekkert og eru eingöngu á þurrfóðri en þeir fara mikið úr hárum. Það er mikil samkeppni á milli þeirra.
„Já, þeir sækja um athyglina en þeir eru rosalega ljúfir og geta alveg verið saman,“ segir Erna Margrét glöð með hundana sína þrjá.
