Segir að það vanti leikgleðina hjá Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 14:00 Það er þungt yfir Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og öðrum Liverpool mönnum þessa dagana. Getty/Peter Powell Er ekki gaman lengur að spila fyrir Jürgen Klopp? Blaðamaður Guardian hefur áhyggjur af því að svo sé einmitt staðan hjá Englandsmeisturunum. Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira