Ræðir við Þórólf um helgina um mögulegar afléttingar Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2021 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra skoðar með sóttvarnarlækni hvort tímabært sé að draga úr sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar. Ísland er í algjörri sérstöðu í Evrópu með litla nýgengni. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31