Einn mánuður til viðbótar fyrir að senda þremur félögum nektarmynd af fyrrverandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 18:11 Maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot sín í héraðsdómi. Landsréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni hálfnaktri, sofandi í rúmi með nöktum karlmanni, og sent myndina þremur mönnum. Manninum var gefið að sök brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa tekið myndina og sent hana áfram. Maðurinn gekkst við því að hafa tekið ljósmyndina og sent hana félögum sínum. Rakið er í dómi að maðurinn kom að morgni í íbúð, í hverri hann og konan höfðu búið saman. Hún hafði áður komið því á framfæri við hann að hún vildi binda enda á samband þeirra. Í íbúðinni kom maðurinn að konunni við áðurnefndar aðstæður og tók myndina, sem hann sendi félögum sínum þremur með yfirskriftinni: „Kem heim að [nafn konunnar] svona í morgun.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni, auk þess sem hann hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og kynfrelsi. Þá hafi maðurinn rofið skilorð með brotum sínum. Landsréttur dæmdi manninn að endingu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur en þær höfðu verið ákveðnar 300 þúsund krónur í héraði. Þá var honum gert að greiða samtals um þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns konunnar. Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Manninum var gefið að sök brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa tekið myndina og sent hana áfram. Maðurinn gekkst við því að hafa tekið ljósmyndina og sent hana félögum sínum. Rakið er í dómi að maðurinn kom að morgni í íbúð, í hverri hann og konan höfðu búið saman. Hún hafði áður komið því á framfæri við hann að hún vildi binda enda á samband þeirra. Í íbúðinni kom maðurinn að konunni við áðurnefndar aðstæður og tók myndina, sem hann sendi félögum sínum þremur með yfirskriftinni: „Kem heim að [nafn konunnar] svona í morgun.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni, auk þess sem hann hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og kynfrelsi. Þá hafi maðurinn rofið skilorð með brotum sínum. Landsréttur dæmdi manninn að endingu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur en þær höfðu verið ákveðnar 300 þúsund krónur í héraði. Þá var honum gert að greiða samtals um þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns konunnar.
Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira