Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Tæp 55 prósent landsmanna eru hlynnt því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka störf sérstaks saksóknara í hrunmálunum svokölluðu þar sem fjöldi bankamanna var sóttur til saka í framhaldi af efnahagshruninu 2008. Innlent 21.11.2025 18:38
Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 21 mánaðar fangelsi fyrir smygl á tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Konan hafði samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Innlent 21.11.2025 14:12
Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Innlent 21.11.2025 11:27
Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Fyrrverandi framkvæmdastjóri Megna, sem áður hét Glerborg og framleiddi gler og spegla, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Fjármálastjóri fyrirtækisins var sýknaður en þeir tveir bentu hvor á annan fyrir dómi spurðir um ábyrgð. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 16:46
Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf hefst klukkan 9 í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir luktum dyrum. Hún sætir ákæru fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Margrét Halla neitar sök. Innlent 19. nóvember 2025 08:56
Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann „Skömmin var svo mikil að ég einhvern veginn bara lokaðist inni í fangelsi hugans í þessi átta ár,“ segir Sigurður Árni Reynisson kennari. Sigurður var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa, í starfi sínu sem lögreglumaður, ráðist á fanga í klefa á Hverfisgötu og beitt hann ofbeldi. Hann missti í kjölfarið vinnuna og sökk djúpt niður. Í dag hefur hann byggt upp líf sitt að nýju. Lífið 19. nóvember 2025 07:02
Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Innlent 18. nóvember 2025 15:59
Svona fer peningaþvætti fram Fjármögnun á lúxuslífstíl, kaup á gjaldeyri og fasteignum, lánagerningar og svokallaðar sýndareignir eru meðal algengustu leiða skipulagðra brotahópa til peningaþvættis. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi. Innlent 17. nóvember 2025 19:17
Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa, sem stjórnandi fjögurra félaga, ekki staðið skil á alls 59,7 milljónum króna í opinber gjöld. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og í atvinnurekstrarbann. Hann hefur kært Ríkisskattstjóra og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna aðgerða á starfstöðvum félaga hans í apríl í fyrra. Innlent 17. nóvember 2025 15:14
Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og þá helst fyrir peningaþvætti. Öðrum var líka refsað fyrir að gabba lögregluna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Innlent 17. nóvember 2025 12:26
Óða boðflennan fangelsuð Maður sem óð upp að tónlistarkonunni Ariönu Grande á kvikmyndafrumsýningu í Singapúr og tók utan um hana hefur verið dæmdur í níu daga fangelsi fyrir að vera með ólæti á almannafæri. Hann hefur ítrekað framkvæmt sambærilega gjörninga en aldrei áður hlotið fangelsisdóm. Lífið 17. nóvember 2025 10:52
Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, um að ákvörðun Fjölmiðlanefndar um 1,5 milljóna króna sekt yrði ógilt. Árvakur var sektaður vegna 48 dulinna viðskiptaboða á Mbl.is á rúmlega einu ári. Viðskipti innlent 14. nóvember 2025 14:35
Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Ion Imanol Franco Costa, rúmlega þrítugum manni, fyrir að hafa nauðgað ungri konu um nótt eftir jólateiti á hóteli á Austurlandi um miðjan desember 2023. Innlent 14. nóvember 2025 08:30
Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni eða tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfestir fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13. nóvember 2025 20:04
Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur. Innlent 13. nóvember 2025 16:41
Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sem sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum játar sök að hluta. Innlent 13. nóvember 2025 14:54
Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt. Innlent 13. nóvember 2025 14:22
Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóma þeirra Ásbjörns Þórarins Sigurðssonar og Bessa Karlssonar fyrir hópnauðgun. Þeir kröfðust þess að dómur Landsréttar yrði ógiltur þar sem konan sem þeir nauðguðu hefði gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Innlent 12. nóvember 2025 16:52
Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Ákæra á hendur starfsmanni leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum á leikskólanum, var þingfest í morgun. Afstaða hans til sakargiftanna liggur ekki fyrir. Þá liggur efni ákærunnar ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 12. nóvember 2025 13:39
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11. nóvember 2025 14:23
Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Innlent 11. nóvember 2025 12:34
Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Innlent 8. nóvember 2025 12:48
Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn. Innlent 8. nóvember 2025 10:46
Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Skoðun 7. nóvember 2025 17:02