Guardiola með svaka lofræðu um nýja ómissandi manninn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:01 Ruben Dias hefur sýnt hversu mikill leiðtogi hann er og hefur um leið orðið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins á aðeins nokkrum mánuðum. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola virðist vera búinn að finna sinn nýja uppáhaldsleikmann í Manchester City liðinu ef marka má lofræðu hans um portúgalska miðvörðinn Rúben Dias. Rúben Dias hefur gerbreytt varnarleik Manchester City liðsins á þessu tímabili og Guardiola talar nú um það að liðið geti ekki verið án hans. Manchester City keypti Rúben Dias frá Benfica fyrir 61 milljón punda fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Miðvörðurinn er þegar orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda er liðið nú með bestu vörn deildarinnar og komið aftur á toppinn. Ruben Dias has earned Van Dijk comparisons after his outstanding start and Guardiola was happy to agree https://t.co/b6UWyPga6J— Manchester City News (@ManCityMEN) February 3, 2021 Guardiola er sammála því að koma hans sé eins og þegar Virgil Van Dijk kom til Liverpool og liðið vann í framhaldinu bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. „Já, algjörlega, algjörlega,“ sagði Pep Guardiola um það hvort Rúben Dias væri líkur Virgil Van Dijk og ein mikilvægustu kaup Manchester City. „Hann hefur fallið strax inn í allt hjá okkur og hvað varðar hugarfar þá er hann gæi sem lifir fyrir starfið sitt 24 tíma á sólarhring,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti Burnley í kvöld. „Öll skrefin sem hann tekur, heima hjá sér, inn á vellinum eða utan hans, hvað hann borðar, hvernig hann sefur, hvernig hann hugar að endurheimt og undirbýr sig. Allt verður að vera fullkomið þessar 95 mínútur sem fótboltaleikurinn tekur,“ sagði Guardiola. Það er að heyra á spænska knattspyrnustjóranum að Portúgalinn hafi verið svo gott sem fullkominn á hans fyrsta tímabili. „Það er undir honum komið að viðhalda þessu og vonandi getum við hjálpað honum að vaxa. Við erum meira en sáttir hingað til,“ sagði Guardiola. Guardiola has reflected on City's first half of the season, and spoken about the Stones-Dias partnership and what makes it so special #mcfc https://t.co/cE1A1p60Qt— Manchester City News (@ManCityMEN) January 28, 2021 „Hann er ekki bara leikmaður sem spilar vel sjálfur heldur er hann leikmaður sem fær aðra leikmenn til að spila vel líka. Við erum að tala um 90 mínútur af því að tala við liðsfélagana og miðla af sér. Níutíu mínútur af því að segja félögum sínum hvað þeir eiga að gera í hverju tilfelli. Þegar slíkt er í gangi þá get ég ekki tekið hann úr liðinu. Hann er ómissandi,“ sagði Guardiola. Dias er bara 23 ára gamall en hann hefur búið til frábært samstarf með John Stones, sem fyrir komu Portúgalans leit út fyrir að vera á leiðinni burtu frá félaginu. Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Rúben Dias hefur gerbreytt varnarleik Manchester City liðsins á þessu tímabili og Guardiola talar nú um það að liðið geti ekki verið án hans. Manchester City keypti Rúben Dias frá Benfica fyrir 61 milljón punda fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Miðvörðurinn er þegar orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda er liðið nú með bestu vörn deildarinnar og komið aftur á toppinn. Ruben Dias has earned Van Dijk comparisons after his outstanding start and Guardiola was happy to agree https://t.co/b6UWyPga6J— Manchester City News (@ManCityMEN) February 3, 2021 Guardiola er sammála því að koma hans sé eins og þegar Virgil Van Dijk kom til Liverpool og liðið vann í framhaldinu bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. „Já, algjörlega, algjörlega,“ sagði Pep Guardiola um það hvort Rúben Dias væri líkur Virgil Van Dijk og ein mikilvægustu kaup Manchester City. „Hann hefur fallið strax inn í allt hjá okkur og hvað varðar hugarfar þá er hann gæi sem lifir fyrir starfið sitt 24 tíma á sólarhring,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti Burnley í kvöld. „Öll skrefin sem hann tekur, heima hjá sér, inn á vellinum eða utan hans, hvað hann borðar, hvernig hann sefur, hvernig hann hugar að endurheimt og undirbýr sig. Allt verður að vera fullkomið þessar 95 mínútur sem fótboltaleikurinn tekur,“ sagði Guardiola. Það er að heyra á spænska knattspyrnustjóranum að Portúgalinn hafi verið svo gott sem fullkominn á hans fyrsta tímabili. „Það er undir honum komið að viðhalda þessu og vonandi getum við hjálpað honum að vaxa. Við erum meira en sáttir hingað til,“ sagði Guardiola. Guardiola has reflected on City's first half of the season, and spoken about the Stones-Dias partnership and what makes it so special #mcfc https://t.co/cE1A1p60Qt— Manchester City News (@ManCityMEN) January 28, 2021 „Hann er ekki bara leikmaður sem spilar vel sjálfur heldur er hann leikmaður sem fær aðra leikmenn til að spila vel líka. Við erum að tala um 90 mínútur af því að tala við liðsfélagana og miðla af sér. Níutíu mínútur af því að segja félögum sínum hvað þeir eiga að gera í hverju tilfelli. Þegar slíkt er í gangi þá get ég ekki tekið hann úr liðinu. Hann er ómissandi,“ sagði Guardiola. Dias er bara 23 ára gamall en hann hefur búið til frábært samstarf með John Stones, sem fyrir komu Portúgalans leit út fyrir að vera á leiðinni burtu frá félaginu.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira