Fyrsti leikur Selfyssinga í 125 daga: Síðastir liðanna til að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 16:00 Guðjón Baldur Ómarsson og félagar í Selfossliðnu fá loksins að spila leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þegar Selfyssingar léku síðast leik í Olís deild karla þá voru enn 84 dagar til jóla. Selfyssingar komast loksins út á gólfið í kvöld. Selfyssingar heimsækja Valsmenn í kvöld í Origo höllina á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þegar spilað tvo leiki eftir að keppni hófst á nýjan leik. Öll hin ellefu liðin hafa þegar spilað leik eftir að banninu vegna kórónuveirunnar var aflýst. Haukarnir voru næstsíðasta liðið til að hefja leik um síðustu helgi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfossliðsins, var upptekinn á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem hann stýrði landsliði Barein í 21. sæti eða í næsta sæti á eftir íslenska landsliðinu. Selfossliðið fagnaði sigri í síðasta leik sínum sem var á móti FH 2. október síðastliðinn. Selfoss vann leikinn 25-24 þar sem Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið. Síðan eru liðnir 125 dagar eða með öðrum orðum fjórir mánuðir og tveir dagar að auki. Milli síðasta leik Selfossliðsins vorið 2020 og þess fyrsta á þessu tímabili liðu 184 dagar en sú langa bið réðst náttúrulega af því að Íslandsmótinu var aflýst í mars. Selfyssingar þurftu hins vegar aðeins að bíða í 113 daga eftir fyrsta leik sínum eftir að liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2019. Þetta er því lengri við en sumarfrí liðsins Íslandsmeistaraárið 2019. Leikur Vals og Selfoss verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.20. Áður verður leikur Aftureldingar og Hauka sýndur beint. Bið liðanna í Olís deild karla eftir leik: 113 dagar ÍBV (3. október 2020 - 24. janúar 2021) Fram (3. október 2020 - 24. janúar 2021) 114 dagar FH (2. október 2020 - 24. janúar 2021) Þór Ak. (3. október 2020 - 25. janúar 2021) 115 dagar Grótta (1. október 2020 - 24. janúar 2021) Valur (2. október 2020 - 25. janúar 2021) 117 dagar Stjarnan (2. október 2020 - 27. janúar 2021) ÍR (3. október 2020 - 28. janúar 2021) 118 dagar KA (2. október 2020 - 28. janúar 2021) 120 dagar Afturelding (1. október 2020 - 28. janúar 2021) 121 dagur Haukar (2. október 2020 - 30. janúar 2021) 125 dagar Selfoss (2. október 2020 - 3. febrúar 2021) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Selfyssingar heimsækja Valsmenn í kvöld í Origo höllina á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þegar spilað tvo leiki eftir að keppni hófst á nýjan leik. Öll hin ellefu liðin hafa þegar spilað leik eftir að banninu vegna kórónuveirunnar var aflýst. Haukarnir voru næstsíðasta liðið til að hefja leik um síðustu helgi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfossliðsins, var upptekinn á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem hann stýrði landsliði Barein í 21. sæti eða í næsta sæti á eftir íslenska landsliðinu. Selfossliðið fagnaði sigri í síðasta leik sínum sem var á móti FH 2. október síðastliðinn. Selfoss vann leikinn 25-24 þar sem Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið. Síðan eru liðnir 125 dagar eða með öðrum orðum fjórir mánuðir og tveir dagar að auki. Milli síðasta leik Selfossliðsins vorið 2020 og þess fyrsta á þessu tímabili liðu 184 dagar en sú langa bið réðst náttúrulega af því að Íslandsmótinu var aflýst í mars. Selfyssingar þurftu hins vegar aðeins að bíða í 113 daga eftir fyrsta leik sínum eftir að liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2019. Þetta er því lengri við en sumarfrí liðsins Íslandsmeistaraárið 2019. Leikur Vals og Selfoss verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.20. Áður verður leikur Aftureldingar og Hauka sýndur beint. Bið liðanna í Olís deild karla eftir leik: 113 dagar ÍBV (3. október 2020 - 24. janúar 2021) Fram (3. október 2020 - 24. janúar 2021) 114 dagar FH (2. október 2020 - 24. janúar 2021) Þór Ak. (3. október 2020 - 25. janúar 2021) 115 dagar Grótta (1. október 2020 - 24. janúar 2021) Valur (2. október 2020 - 25. janúar 2021) 117 dagar Stjarnan (2. október 2020 - 27. janúar 2021) ÍR (3. október 2020 - 28. janúar 2021) 118 dagar KA (2. október 2020 - 28. janúar 2021) 120 dagar Afturelding (1. október 2020 - 28. janúar 2021) 121 dagur Haukar (2. október 2020 - 30. janúar 2021) 125 dagar Selfoss (2. október 2020 - 3. febrúar 2021) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bið liðanna í Olís deild karla eftir leik: 113 dagar ÍBV (3. október 2020 - 24. janúar 2021) Fram (3. október 2020 - 24. janúar 2021) 114 dagar FH (2. október 2020 - 24. janúar 2021) Þór Ak. (3. október 2020 - 25. janúar 2021) 115 dagar Grótta (1. október 2020 - 24. janúar 2021) Valur (2. október 2020 - 25. janúar 2021) 117 dagar Stjarnan (2. október 2020 - 27. janúar 2021) ÍR (3. október 2020 - 28. janúar 2021) 118 dagar KA (2. október 2020 - 28. janúar 2021) 120 dagar Afturelding (1. október 2020 - 28. janúar 2021) 121 dagur Haukar (2. október 2020 - 30. janúar 2021) 125 dagar Selfoss (2. október 2020 - 3. febrúar 2021)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira