„Fullt af leikmönnum í Stjörnunni sem eru runnir út af dagsetningu“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. febrúar 2021 22:47 Kristinn er á botninum með ÍR, án stiga. Hann skaut þó aðeins á Stjörnuna eftir leikinn. vísir/vilhelm Það var spennandi leikur í Austurbergi þar sem ÍR var hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta sigur en Stjarnan missti ekki trúna og gerðu þeir vel í að landa stigunum tveimur í kvöld. „Við vorum með svipað uppleg og í seinasta leik en munurinn var að núna voru menn að skjóta betur á markið sem er framför frá seinasta leik,“ sagði Kristinn svekktur með tapið. Eftir góðan kafla ÍR breytir Stjarnan bæði varnar og sóknarleik sínum og verða þar mikil kaflaskil þar sem Stjarnan vinnur þann kafla 8-1 og jafnar leikinn í hálfleik. „Ég er óánægður með að missa niður forrystuna, þó þeir setja aukamann inná þá klúðurum við þessu líka sjálfir með að gera tæknifeila.“ Kristinn sagði að ÍR ræddi um í hálfleik að láta Stjörnuna finna fyrir því með baráttu og keyra á þá líkt og þeir gerðu í upphafi leiks, en dauðafærin voru það sem fór með leikinn að mati þjálfarans. Það var mikil hiti í leiknum og sköpuðust mikil læti undir lok leiks þegar ÍR lentu með skömmu millibili tveimur mönnum færri eftir að Viktor Sigurðsson og Andri Heimir fengu tveggja mínútna brottvísun. „Viktor fær dæmdan á sig ruðning, hann lendir á bakinu missir boltann og fær tvær mínútur fyrir að hafa kastað boltanum í burtu, hinumegin ætlar Andri Heimir að fiska ruðning sem endar með tveggja mínútna brottvísun sem var jafn fáránleg hugmynd,“ sagði Kristinn og bætti við að dómarar leiksins vildu ekki tala við hann þegar hann spurðist útskýringa. „Það koma síðan tvö atriði Stjörnu megin þar sem Pétur Árni skýtur boltanum í burtu eftir að fá dæmda á sig línu, síðan kom annað atriði sem var sambærilegt þar sem Stjarnan skýtur á markið eftir að búið var að flauta en ekkert var dæmt,“ bætti svekktur Kristinn við og fannst vanta dug og þor í dómgæsluna. Kristinn sér mikið af jákvæðum blikum á lofti hjá hans mönnum og var hann kátur með hvernig liðið svaraði tapinu á móti Gróttu. „Menn mættu klárir í kvöld og skoruðu úr færunum sínum til að byrja með. Við erum ekkert verri en Stjarnan langt því frá. Good on paper shit on gras var sagt um daginn og erum við ekkert lélegri á pappír en þeir en við verðum bara að gera betur inn á vellinum,“ sagði Kristinn. „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kiddi aðspurður hvort ÍR og Stjarnan væri með svipað lið á blaði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Við vorum með svipað uppleg og í seinasta leik en munurinn var að núna voru menn að skjóta betur á markið sem er framför frá seinasta leik,“ sagði Kristinn svekktur með tapið. Eftir góðan kafla ÍR breytir Stjarnan bæði varnar og sóknarleik sínum og verða þar mikil kaflaskil þar sem Stjarnan vinnur þann kafla 8-1 og jafnar leikinn í hálfleik. „Ég er óánægður með að missa niður forrystuna, þó þeir setja aukamann inná þá klúðurum við þessu líka sjálfir með að gera tæknifeila.“ Kristinn sagði að ÍR ræddi um í hálfleik að láta Stjörnuna finna fyrir því með baráttu og keyra á þá líkt og þeir gerðu í upphafi leiks, en dauðafærin voru það sem fór með leikinn að mati þjálfarans. Það var mikil hiti í leiknum og sköpuðust mikil læti undir lok leiks þegar ÍR lentu með skömmu millibili tveimur mönnum færri eftir að Viktor Sigurðsson og Andri Heimir fengu tveggja mínútna brottvísun. „Viktor fær dæmdan á sig ruðning, hann lendir á bakinu missir boltann og fær tvær mínútur fyrir að hafa kastað boltanum í burtu, hinumegin ætlar Andri Heimir að fiska ruðning sem endar með tveggja mínútna brottvísun sem var jafn fáránleg hugmynd,“ sagði Kristinn og bætti við að dómarar leiksins vildu ekki tala við hann þegar hann spurðist útskýringa. „Það koma síðan tvö atriði Stjörnu megin þar sem Pétur Árni skýtur boltanum í burtu eftir að fá dæmda á sig línu, síðan kom annað atriði sem var sambærilegt þar sem Stjarnan skýtur á markið eftir að búið var að flauta en ekkert var dæmt,“ bætti svekktur Kristinn við og fannst vanta dug og þor í dómgæsluna. Kristinn sér mikið af jákvæðum blikum á lofti hjá hans mönnum og var hann kátur með hvernig liðið svaraði tapinu á móti Gróttu. „Menn mættu klárir í kvöld og skoruðu úr færunum sínum til að byrja með. Við erum ekkert verri en Stjarnan langt því frá. Good on paper shit on gras var sagt um daginn og erum við ekkert lélegri á pappír en þeir en við verðum bara að gera betur inn á vellinum,“ sagði Kristinn. „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kiddi aðspurður hvort ÍR og Stjarnan væri með svipað lið á blaði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira