Jesse Lingard var bara eitt stórt bros í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar öðru mark sinna í fyrsta leiknum með West Ham United en með honum eru Ryan Fredericks og Tomas Soucek. Getty/Shaun Botterill Jesse Lingard hafði ekki fengið eina sekúndu í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en nýtti níutíu mínúturnar sínar vel í búningi West Ham í gærkvöldi. Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira