Sá tvöfalt í úrslitaleik Meistaradeildar vegna timburmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 10:30 Dan Beutler glímdi lengi við fíknivanda. getty/Stuart Franklin Sænski markvörðurinn Dan Beutler vinnur nú að bók um lífshlaup sitt. Þar fjallar hann meðal annars um áfengis- og fíkniefnavanda sinn. Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári. Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Í bókinni segir Beutler meðal annars frá því þegar hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu svo þunnur að hann sá tvöfalt. Fjallað er um málið í Aftonbladet. Beutler lék með Flensburg á árunum 2003-11 og fór tvisvar með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2003 og 2007. Í úrslitaleiknum 2007 náði Beutler einhvers konar botni en hann spilaði timbraður. Hann skellti sér á djammið tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn og tók hressilega á því, svo hressilega að hann glímdi enn við eftirköstin þegar í úrslitaleikinn var komið. „Ég var svo einfaldur. Ég get ekki kennt ADHD-inu mínu um en ég hugsaði ekkert út í afleiðingarnar. Ég hélt ég myndi spila svo marga úrslitaleiki. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki undirbúið mig eins og atvinnumaður,“ sagði Beutler sem missti af æfingu Flensburg daginn fyrir úrslitaleikinn. Á þessum tíma voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Fyrri leikur Kiel og Flensburg endaði með jafntefli, 28-28, en Kiel vann þann seinni með tveggja marka mun, 27-29. Beutler kom inn á í seinni hálfleik í seinni leiknum en náði sér ekki á strik, skiljanlega þar sem hann var enn með timburmenn og þá komst upp að hann hafði verið úti á lífinu kvöldið áður. „Ég tala ekki mikið um þetta en ég var í mjög slæmu ásigkomulagi. Liðsfélagarnir spurðu hvernig ég gæti gert þetta og ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar margoft. Þetta eru ekki skemmtilegar minningar. Það er leiðinlegt að tala um þetta núna,“ sagði Beutler. Herbergisfélagi hans hjá Flensburg, Marcin Lijewski, gekk meira segja svo langt að segja að Beutler hafi kostað liðið sigur í Meistaradeildinni. Hinn 43 ára Beutler var dæmdur í árs keppnisbann 2019 eftir að kókaín greindist í blóði hans. Hann sneri hins vegar aftur fyrir þetta tímabil og hefur leikið vel með Malmö sem er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. Ævisaga Beutlers, sem hann skrifar í samvinnu við blaðamanninn Christoffer Ekmark, kemur út síðar á þessu ári.
Sænski handboltinn Svíþjóð Fíkn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira