Ísland enn eina græna landið í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:44 Staðan í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins er grafalvarleg eins og sést á þessu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sóttvarnastofnun Evrópu Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira