Kicker: Ekki eins góður og Liverpool menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Ozan Kabak verður í sviðsljósinu í leikjum Liverpool á næstunni. Hversu góður er strákurinn? Getty/Andrew Powell Það verður mikil pressa á hinum unga Tyrkja Ozan Kabak þegar hann klæðist Liverpool treyjunni í fyrsta sinn. Væntanlega verður það á móti Manchester City um helgina. Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira
Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn