Borgarstjórn tekur ákvörðun um dýraþjónustu í borginni Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 13:34 Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn mun taka ákvörðun um fyrirkomulag vegna dýraþjónustu í Reykjavík. Starfshópur leggur til að þjónusta við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Athugasemd ritstjórnar: Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu, sem sjá má í heild að neðan, þess efnis að borgarráð hefði samþykkt tillögur starfshópsins. Vísir greindi frá tíðindunum og vísaði í tilkynninguna. Sú tilkynning var leiðrétt hálftíma síðar. Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, segist í samtali við Vísi hafa verið of fljót á sér og sent tilkynninguna fyrir mistök. Borgarráð hafi ekki samþykkt tillöguna heldur vísað henni til borgarstjórnar sem taki málið til skoðunar. Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Gæludýr Dýr Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Athugasemd ritstjórnar: Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu, sem sjá má í heild að neðan, þess efnis að borgarráð hefði samþykkt tillögur starfshópsins. Vísir greindi frá tíðindunum og vísaði í tilkynninguna. Sú tilkynning var leiðrétt hálftíma síðar. Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, segist í samtali við Vísi hafa verið of fljót á sér og sent tilkynninguna fyrir mistök. Borgarráð hafi ekki samþykkt tillöguna heldur vísað henni til borgarstjórnar sem taki málið til skoðunar. Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynningin sem send var fyrir mistök Borgarráð hefur samþykkt að starfsemi borgarinnar vegna þjónustu við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR). Ný þjónusta, DÝR, verður með starfsstöð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem heyrir undir íþrótta- og tómstundasvið borgarinnar. Þetta þýðir m.a. að Hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta verða einnig flutt frá meindýraeftirliti til DÝR. Auka á fræðslu- og kynningarstarf um dýrahald í þéttbýli og velferð dýra. Einnig á að huga að dýraumferð við hönnun göngu- og hjólastíga. Endurskoða á samþykkt um dýrahald og koma skráningum vegna þeirra á rafrænt form. Þá verður gert ráð fyrir því að gjaldskrá vegna skráningu hunda muni lækka vegna breyttra aðferða við skráningu. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hundagerða fyrir átta milljónir króna, þar af fara tvær milljónir króna í leiktæki og sex milljónir króna í stækkun og bætingu hundasvæða borgarinnar. Niðurstaða starfshóps, sem vann að tillögum að verkaskiptingu ásamt innleiðingaráætlun, er sú að með því að færa alla starfsemi yfir til Fjölskyldu- og húsdýragarðs verði öll þjónustu við dýrin hagkvæmari og einfaldari. Þess er vænst að með breytingunum fjölgi skráningum dýra með breyttu verklagi. Gert er ráð fyrir að fjölgun skráninga taki tíma og því þarf viðbótarfjárheimild. Beinn kostnaðarauki vegna breytinga er áætlaður sex milljónir króna vegna nýs styrktarsjóðs og fræðslu- og kynningarmála. Félagasamtök og aðrir sem láta sig dýravelferð máli skipta geta sótt um styrki í nýjan styrktarsjóð. Að lokum er rétt að benda á málefni stærri húsdýra líkt og hesta, sauðfjár og nautgripa verða áfram á umhverfis- og skipulagssviði.
Reykjavík Borgarstjórn Gæludýr Dýr Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira