Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent