„Við vissum að það væri erfitt að spila á móti þeirra þekktu vörn sem við leystum ágætlega, við vorum góðir varnarlega og átti Adam markmaður góðan leik,” sagði Tandri ánægður eftir leik.
Stjarnan missti flugið sem þeir voru á framan af leik og jafnaði ÍBV leikinn þegar skammt var eftir af leiknum sem endaði síðan með háspennu leik.
„Það koma alltaf sveiflur í svona leikjum og er okkar vinna núna að minnka lélegu kaflana, í þessum kafla vorum við að taka heimskulegar ákvarðanir og skjóta illa sem skilar sér í hraðahlaupum sem ÍBV eru bestir í.”
Tandri sagði að þeir ræddu um það í hálfleik að þétta vörnina og halda því sem frá var horfið í fyrri hálfleik því hann gekk vel.
Dagskrá Stjörnunnar er þétt þessa dagana og er næsti leikur á móti Aftureldingu á fimmtudaginn sem var frestaður vegna HM í Egyptalandi.
„Eftir seinasta leik á móti ÍR fórum við upp á heilsugæslu og fengum þar rotvarnarefni þar sem búið er að lengja lífið hjá okkur öllum,” sagði Tandri léttur og skaut á Kristinn Björgúlfsson sem sagði að Stjarnan væri með útbrunna leikmenn.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.