Segja stjórnvöld ganga á bak orða sinna með frumvarpi til starfskjaralaga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:54 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling telur að íslensk stjórnvöld hafi gengið á bak orða sinna um réttarbót fyrir þolendur launaþjófnaðar og brotastarfsemi á vinnumarkaði með því sem félagið kallar gagnslausar lagsetningarhugmyndir þar sem sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar séu virt að vettugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en lagasetningarhugmyndin sem um ræðir er frumvarp Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, til starfskjaralaga. Í tilkynningunni segir að samkvæmt frumvarpinu verði „þolendur launaþjófnaðar skikkaðir til að hætta eigin atvinnuöryggi áður en Vinnumálastofnun veitir þeim áheyrn í nýju og gríðarlega flóknu málsmeðferðarferli, þar sem í hverju skrefi hallar á brotaþola. Er brotaþolum meðal annars gert að undirgangast niðurlægjandi samningaviðræður um endurgreiðslu á stolnum launum við brotlegan atvinnurekanda. Atvinnurekendur fá fullt sjálfdæmi um eigin sök í „samráðsnefnd“ og fá sjálfir að ákveða hvort sérstakur gerðardómur fjalli um mál þeirra. Lagasetningin er í algjörum sérflokki í því að fara með silkihönskum um gerendur, og gefur þeim enn ríkari undankomuleiðir en í núverandi launakröfuferli stéttarfélaganna. Brot á fullgildum ráðningarkjörum meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði eru alfarið undanskilin lagasetningunni þar eð hún tekur aðeins til brota á lágmarkskjörum kjarasamninga en ekki til brota á ráðningarsamningum.“ Þá leggi málsmeðferðarskilyrði litlar skyldur á Vinnumálastofnun, til dæmis hvað varðar athugun á heildartilhögun launamála á vinnustað þar sem grunur leikur á brotastarfsemi. Engin bótaregla sé heldur í frumvarpinu eða févíti, líkt og verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir, en slíkt gæti tryggt afleiðingar fyrir algengustu framkvæmd launaþjófnaðar á íslenskum vinnumarkaði að því er segir í tilkynningunni. „Þess í stað er boðið upp á áðurnefnda samráðsnefnd þar sem brotlegur atvinnurekandi fær sjálfur að ákveða hvort hann endurgreiðir þau laun sem hann skuldar, jafnvel þótt launasvik séu staðfest,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild sinni hér á vef félagsins. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en lagasetningarhugmyndin sem um ræðir er frumvarp Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, til starfskjaralaga. Í tilkynningunni segir að samkvæmt frumvarpinu verði „þolendur launaþjófnaðar skikkaðir til að hætta eigin atvinnuöryggi áður en Vinnumálastofnun veitir þeim áheyrn í nýju og gríðarlega flóknu málsmeðferðarferli, þar sem í hverju skrefi hallar á brotaþola. Er brotaþolum meðal annars gert að undirgangast niðurlægjandi samningaviðræður um endurgreiðslu á stolnum launum við brotlegan atvinnurekanda. Atvinnurekendur fá fullt sjálfdæmi um eigin sök í „samráðsnefnd“ og fá sjálfir að ákveða hvort sérstakur gerðardómur fjalli um mál þeirra. Lagasetningin er í algjörum sérflokki í því að fara með silkihönskum um gerendur, og gefur þeim enn ríkari undankomuleiðir en í núverandi launakröfuferli stéttarfélaganna. Brot á fullgildum ráðningarkjörum meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði eru alfarið undanskilin lagasetningunni þar eð hún tekur aðeins til brota á lágmarkskjörum kjarasamninga en ekki til brota á ráðningarsamningum.“ Þá leggi málsmeðferðarskilyrði litlar skyldur á Vinnumálastofnun, til dæmis hvað varðar athugun á heildartilhögun launamála á vinnustað þar sem grunur leikur á brotastarfsemi. Engin bótaregla sé heldur í frumvarpinu eða févíti, líkt og verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir, en slíkt gæti tryggt afleiðingar fyrir algengustu framkvæmd launaþjófnaðar á íslenskum vinnumarkaði að því er segir í tilkynningunni. „Þess í stað er boðið upp á áðurnefnda samráðsnefnd þar sem brotlegur atvinnurekandi fær sjálfur að ákveða hvort hann endurgreiðir þau laun sem hann skuldar, jafnvel þótt launasvik séu staðfest,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild sinni hér á vef félagsins.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira