„Gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 08:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, eftir fundinn með Pfizer í gær. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki hafa gert sér neinar vonir fyrir fundinn með Pfizer í gær um að verið væri að ná samningum. Það var því ekkert sem kom honum á óvart þannig á fundinum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun en eins og greint var frá í gær eru mjög litlar líkur á því að það verði af rannsóknarverkefni Pfizer á bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 hér á landi líkt og vonir voru bundnar við. Þórólfur sagði þessa niðurstöðu vissulega vonbrigði. Aðspurður hvort Íslendingar gætu ekki bara sjálfum sér um kennt með allar þessar kjaftasögur um samninginn tók hann undir það. „Jú, algjörlega. Menn voru búnir að spenna þetta alltof mikið upp og búa til alltof mikið í kringum þetta sem ekki var nokkur fótur fyrir og ég var nú að reyna að slá á þetta eins og hægt var en þetta var komið bara algjörlega út í móa. Þannig að auðvitað voru þeir vonsviknir sem voru búnir að spenna þetta mikið upp. Auðvitað voru þetta ákveðin vonbrigði, ég neita því ekkert. Við vorum búin að leggja til ákveðin rök fyrir því að það væri nauðsynlegt að rannsaka ákveðna hluti sem við hefðum vel getað gert. En Pfizer leit svolítið öðruvísi á það og þá einkum með tilliti til þess að við værum með svo lítið af smiti innanlands að það myndi ekki svara öllum þeim spurningum sem þeir höfðu áhuga á þannig að þannig fór það bara. Þeir eru svo sem ekki búnir að gefa endanlegt svar á þetta en það var alveg augljóst á viðræðunum að ég held að það séu afar litlar líkur á því að það verði eitthvað af þessu,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta líkurnar á samningi það litlar að fyrir honum væri þetta búið mál. Spurður út í hvort hann hefði verið bjartsýnn fyrir fundinn í gær um að verið væri að ná samningum svaraði hann neitandi. „Nei, nei, ég gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum. Ég gerði fastlega vonir um að við myndum ræða málin, sjá hvað þeir segðu og það gat svo sem verið hvernig sem var. Það var ekkert þar sem kom mér á óvart þannig.“ En áttuðu þeir hjá Pfizer sig á því bara í gær eða fyrradag að hér væri lítið um smit? „Nei, við byrjuðum að ræða við þá um miðjan desember og þá voru smitin hér 20 til 25 á dag. Við höfum ekkert verið í miklum samskiptum við þá, við höfum haldið tvo fundi með þeim og síðan höfum við skipst á nokkrum emailum og með bolta á milli. Það er búið að líða dálítið langur tími síðan þá, næstum því tveir mánuðir síðan það var,“ sagði Þórólfur. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fólk sé svo vonsvikið að það fari nú bara að slaka meira á og verði fúll á móti. „Nei, það held ég ekki. Við erum vön alls konar áföllum. Við erum alltaf að tapa í íþróttum, við erum svekkt í einn tvo daga og svo höldum við bara áfram. Svona gengur þetta bara og við erum vön því. Auðvitað eru menn svekktir en ég bið menn bara að láta það ekki sitja í sér of lengi. Það er allt í lagi að vera svekktur í nokkra daga en við þurfum áfram að passa okkur á sóttvörnunum því annars fáum við þetta bara í bakið aftur og það er ennþá verra. Síðan bara tökum við gleði okkar aftur og höldum áfram,“ sagði Þórólfur í Brennslunni í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun en eins og greint var frá í gær eru mjög litlar líkur á því að það verði af rannsóknarverkefni Pfizer á bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 hér á landi líkt og vonir voru bundnar við. Þórólfur sagði þessa niðurstöðu vissulega vonbrigði. Aðspurður hvort Íslendingar gætu ekki bara sjálfum sér um kennt með allar þessar kjaftasögur um samninginn tók hann undir það. „Jú, algjörlega. Menn voru búnir að spenna þetta alltof mikið upp og búa til alltof mikið í kringum þetta sem ekki var nokkur fótur fyrir og ég var nú að reyna að slá á þetta eins og hægt var en þetta var komið bara algjörlega út í móa. Þannig að auðvitað voru þeir vonsviknir sem voru búnir að spenna þetta mikið upp. Auðvitað voru þetta ákveðin vonbrigði, ég neita því ekkert. Við vorum búin að leggja til ákveðin rök fyrir því að það væri nauðsynlegt að rannsaka ákveðna hluti sem við hefðum vel getað gert. En Pfizer leit svolítið öðruvísi á það og þá einkum með tilliti til þess að við værum með svo lítið af smiti innanlands að það myndi ekki svara öllum þeim spurningum sem þeir höfðu áhuga á þannig að þannig fór það bara. Þeir eru svo sem ekki búnir að gefa endanlegt svar á þetta en það var alveg augljóst á viðræðunum að ég held að það séu afar litlar líkur á því að það verði eitthvað af þessu,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta líkurnar á samningi það litlar að fyrir honum væri þetta búið mál. Spurður út í hvort hann hefði verið bjartsýnn fyrir fundinn í gær um að verið væri að ná samningum svaraði hann neitandi. „Nei, nei, ég gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum. Ég gerði fastlega vonir um að við myndum ræða málin, sjá hvað þeir segðu og það gat svo sem verið hvernig sem var. Það var ekkert þar sem kom mér á óvart þannig.“ En áttuðu þeir hjá Pfizer sig á því bara í gær eða fyrradag að hér væri lítið um smit? „Nei, við byrjuðum að ræða við þá um miðjan desember og þá voru smitin hér 20 til 25 á dag. Við höfum ekkert verið í miklum samskiptum við þá, við höfum haldið tvo fundi með þeim og síðan höfum við skipst á nokkrum emailum og með bolta á milli. Það er búið að líða dálítið langur tími síðan þá, næstum því tveir mánuðir síðan það var,“ sagði Þórólfur. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fólk sé svo vonsvikið að það fari nú bara að slaka meira á og verði fúll á móti. „Nei, það held ég ekki. Við erum vön alls konar áföllum. Við erum alltaf að tapa í íþróttum, við erum svekkt í einn tvo daga og svo höldum við bara áfram. Svona gengur þetta bara og við erum vön því. Auðvitað eru menn svekktir en ég bið menn bara að láta það ekki sitja í sér of lengi. Það er allt í lagi að vera svekktur í nokkra daga en við þurfum áfram að passa okkur á sóttvörnunum því annars fáum við þetta bara í bakið aftur og það er ennþá verra. Síðan bara tökum við gleði okkar aftur og höldum áfram,“ sagði Þórólfur í Brennslunni í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira