„Gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 08:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, eftir fundinn með Pfizer í gær. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki hafa gert sér neinar vonir fyrir fundinn með Pfizer í gær um að verið væri að ná samningum. Það var því ekkert sem kom honum á óvart þannig á fundinum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun en eins og greint var frá í gær eru mjög litlar líkur á því að það verði af rannsóknarverkefni Pfizer á bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 hér á landi líkt og vonir voru bundnar við. Þórólfur sagði þessa niðurstöðu vissulega vonbrigði. Aðspurður hvort Íslendingar gætu ekki bara sjálfum sér um kennt með allar þessar kjaftasögur um samninginn tók hann undir það. „Jú, algjörlega. Menn voru búnir að spenna þetta alltof mikið upp og búa til alltof mikið í kringum þetta sem ekki var nokkur fótur fyrir og ég var nú að reyna að slá á þetta eins og hægt var en þetta var komið bara algjörlega út í móa. Þannig að auðvitað voru þeir vonsviknir sem voru búnir að spenna þetta mikið upp. Auðvitað voru þetta ákveðin vonbrigði, ég neita því ekkert. Við vorum búin að leggja til ákveðin rök fyrir því að það væri nauðsynlegt að rannsaka ákveðna hluti sem við hefðum vel getað gert. En Pfizer leit svolítið öðruvísi á það og þá einkum með tilliti til þess að við værum með svo lítið af smiti innanlands að það myndi ekki svara öllum þeim spurningum sem þeir höfðu áhuga á þannig að þannig fór það bara. Þeir eru svo sem ekki búnir að gefa endanlegt svar á þetta en það var alveg augljóst á viðræðunum að ég held að það séu afar litlar líkur á því að það verði eitthvað af þessu,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta líkurnar á samningi það litlar að fyrir honum væri þetta búið mál. Spurður út í hvort hann hefði verið bjartsýnn fyrir fundinn í gær um að verið væri að ná samningum svaraði hann neitandi. „Nei, nei, ég gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum. Ég gerði fastlega vonir um að við myndum ræða málin, sjá hvað þeir segðu og það gat svo sem verið hvernig sem var. Það var ekkert þar sem kom mér á óvart þannig.“ En áttuðu þeir hjá Pfizer sig á því bara í gær eða fyrradag að hér væri lítið um smit? „Nei, við byrjuðum að ræða við þá um miðjan desember og þá voru smitin hér 20 til 25 á dag. Við höfum ekkert verið í miklum samskiptum við þá, við höfum haldið tvo fundi með þeim og síðan höfum við skipst á nokkrum emailum og með bolta á milli. Það er búið að líða dálítið langur tími síðan þá, næstum því tveir mánuðir síðan það var,“ sagði Þórólfur. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fólk sé svo vonsvikið að það fari nú bara að slaka meira á og verði fúll á móti. „Nei, það held ég ekki. Við erum vön alls konar áföllum. Við erum alltaf að tapa í íþróttum, við erum svekkt í einn tvo daga og svo höldum við bara áfram. Svona gengur þetta bara og við erum vön því. Auðvitað eru menn svekktir en ég bið menn bara að láta það ekki sitja í sér of lengi. Það er allt í lagi að vera svekktur í nokkra daga en við þurfum áfram að passa okkur á sóttvörnunum því annars fáum við þetta bara í bakið aftur og það er ennþá verra. Síðan bara tökum við gleði okkar aftur og höldum áfram,“ sagði Þórólfur í Brennslunni í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun en eins og greint var frá í gær eru mjög litlar líkur á því að það verði af rannsóknarverkefni Pfizer á bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 hér á landi líkt og vonir voru bundnar við. Þórólfur sagði þessa niðurstöðu vissulega vonbrigði. Aðspurður hvort Íslendingar gætu ekki bara sjálfum sér um kennt með allar þessar kjaftasögur um samninginn tók hann undir það. „Jú, algjörlega. Menn voru búnir að spenna þetta alltof mikið upp og búa til alltof mikið í kringum þetta sem ekki var nokkur fótur fyrir og ég var nú að reyna að slá á þetta eins og hægt var en þetta var komið bara algjörlega út í móa. Þannig að auðvitað voru þeir vonsviknir sem voru búnir að spenna þetta mikið upp. Auðvitað voru þetta ákveðin vonbrigði, ég neita því ekkert. Við vorum búin að leggja til ákveðin rök fyrir því að það væri nauðsynlegt að rannsaka ákveðna hluti sem við hefðum vel getað gert. En Pfizer leit svolítið öðruvísi á það og þá einkum með tilliti til þess að við værum með svo lítið af smiti innanlands að það myndi ekki svara öllum þeim spurningum sem þeir höfðu áhuga á þannig að þannig fór það bara. Þeir eru svo sem ekki búnir að gefa endanlegt svar á þetta en það var alveg augljóst á viðræðunum að ég held að það séu afar litlar líkur á því að það verði eitthvað af þessu,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta líkurnar á samningi það litlar að fyrir honum væri þetta búið mál. Spurður út í hvort hann hefði verið bjartsýnn fyrir fundinn í gær um að verið væri að ná samningum svaraði hann neitandi. „Nei, nei, ég gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum. Ég gerði fastlega vonir um að við myndum ræða málin, sjá hvað þeir segðu og það gat svo sem verið hvernig sem var. Það var ekkert þar sem kom mér á óvart þannig.“ En áttuðu þeir hjá Pfizer sig á því bara í gær eða fyrradag að hér væri lítið um smit? „Nei, við byrjuðum að ræða við þá um miðjan desember og þá voru smitin hér 20 til 25 á dag. Við höfum ekkert verið í miklum samskiptum við þá, við höfum haldið tvo fundi með þeim og síðan höfum við skipst á nokkrum emailum og með bolta á milli. Það er búið að líða dálítið langur tími síðan þá, næstum því tveir mánuðir síðan það var,“ sagði Þórólfur. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fólk sé svo vonsvikið að það fari nú bara að slaka meira á og verði fúll á móti. „Nei, það held ég ekki. Við erum vön alls konar áföllum. Við erum alltaf að tapa í íþróttum, við erum svekkt í einn tvo daga og svo höldum við bara áfram. Svona gengur þetta bara og við erum vön því. Auðvitað eru menn svekktir en ég bið menn bara að láta það ekki sitja í sér of lengi. Það er allt í lagi að vera svekktur í nokkra daga en við þurfum áfram að passa okkur á sóttvörnunum því annars fáum við þetta bara í bakið aftur og það er ennþá verra. Síðan bara tökum við gleði okkar aftur og höldum áfram,“ sagði Þórólfur í Brennslunni í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira